Körfubolti

Scott tekur við Lakers

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Byron Scott þekkir vel til hjá Lakers.
Byron Scott þekkir vel til hjá Lakers. Vísir/Getty
Byron Scott hefur staðfest að hann verði næsti þjálfari körfuboltaliðsins sigursæla, Los Angeles Lakers. Samkvæmt heimildum ESPN gerir Scott fjögurra ára samning við félagið.

Lakers hefur verið án þjálfara undanfarna þrjá mánuði eftir að Mike D'Antoni hætti störfum í lok apríl.

Scott er flestum hnútum kunnugur hjá Lakers en hann var hluti af "Showtime" liðinu sem Pat Riley stýrði á 9. áratug síðustu aldar.

Scott, sem lék í stöðu skotbakvarðar, varð NBA-meistari í þrígang með Lakers (1985, 1987, 1988). Hann skoraði 14,1 stig og gaf 2,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferlinum í NBA.

Scott stýrði New Jersey Nets á árunum 2000-2004 og kom liðinu í tvígang í lokaúrslit, þar sem það beið lægri hlut fyrir Lakers (2002) og San Antonio Spurs (2003).

Hann hefur einnig stýrt New Orleans Hornets (2004-2009) og Cleveland Cavaliers (2010-2013).

Scott var valinn þjálfari ársins í NBA-deildinni árið 2008.

NBA

Tengdar fréttir

Kobe vill fá Byron Scott

Leitin að nýjum þjálfara LA Lakers stendur enn yfir en stjarna liðsins, Kobe Bryant, er búinn að setja pressu á stjórn félagsins.

Lin í Lakers

Jeremy Lin mun klæðast búningi Los Angeles Lakers á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×