Vill að læknar greini frá kröfum sínum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 30. desember 2014 13:34 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að kröfur lækna séualgjörlega óraunhæfar. Vísir/GVA Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun og var læknadeilan meðal annars rædd þar. Ráðherrar hafa áhyggjur af stöðu mála í deilunni. „Auðvitað höfum við haft áhyggjur af verkfallsaðgerðum lækna og þessari deilu. Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni segir að stjórnvöld hafi teygt sig langt til þess að koma til móts við lækna. „Ég segi það bara fullum fetum að það sem boðið hefur verið af hálfu ríkisins ber skýr merki þess að menn hafi hlustað eftir því að það þurfi að kalla heim lækna sem eru erlendis, að við þurfum að gera breytingar á kjörum lækna með það að markmiði að jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra og þar fram eftir götunum.“ Hann segir hins vegar að þær kröfur sem læknar hafi sett fram, nú síðast í gær, séu algjörlega óraunhæfar. „Það væri eiginlega bara best að læknar myndu nú stíga fram og gera opinberlega fyrir þeim kröfum sem þeir hafa sett fram og að þeir skuli ætla að fara í viðamiklar verkfallsaðgerðir verði ekki gengið að þeim kröfum. Þá skal ég gefa upp útreikninga ríkisins á kostnaðaraukningu ríkisins vegna þeirra krafna.“Segja að samningsaðilum sé óheimilt að greina frá kröfum sínum Í yfirlýsingu sem Raddir íslenskra lækna hafa sent frá sér kemur fram að samningsaðilum sé óheimilt að tjá sig um kröfur sínar eða tölur í fjölmiðlum. Ríkissáttasemjari hafa seinast ítrekað það við samningsaðila. Raddir íslenskra lækna segja að fjármálaráðherra sé kunnugt um þetta og því sé hvatning hans til lækna um að greina frá kröfum sínum „lúaleg tilraun til að afvegaleiða og spilla samningaviðræðum.“ Læknar hafi þar að auki virt þennan trúnað þó að fjármálaráðherra hafi kosið að gera það ekki. Samningafundur í læknadeilunni hófst klukkan 10:30 í morgun og var hlé gert á viðræðunum nú rétt eftir hádegi. Fundi verður framhaldið klukkan 15 í dag. Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Fleiri fréttir Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Sjá meira
Ríkisstjórnin kom saman til fundar í morgun og var læknadeilan meðal annars rædd þar. Ráðherrar hafa áhyggjur af stöðu mála í deilunni. „Auðvitað höfum við haft áhyggjur af verkfallsaðgerðum lækna og þessari deilu. Við höfum fyrir okkar leyti boðið kjarabætur sem vel rúmlega mæta þeim væntingum sem að við töldum að menn hefðu. Þess vegna verðum við fyrir sárum vonbrigðum þegar við sjáum yfirlýsingar á borð við þær sem hafa komið að undanförnu og að hér skuli allt stefna í verkfall,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni segir að stjórnvöld hafi teygt sig langt til þess að koma til móts við lækna. „Ég segi það bara fullum fetum að það sem boðið hefur verið af hálfu ríkisins ber skýr merki þess að menn hafi hlustað eftir því að það þurfi að kalla heim lækna sem eru erlendis, að við þurfum að gera breytingar á kjörum lækna með það að markmiði að jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra og þar fram eftir götunum.“ Hann segir hins vegar að þær kröfur sem læknar hafi sett fram, nú síðast í gær, séu algjörlega óraunhæfar. „Það væri eiginlega bara best að læknar myndu nú stíga fram og gera opinberlega fyrir þeim kröfum sem þeir hafa sett fram og að þeir skuli ætla að fara í viðamiklar verkfallsaðgerðir verði ekki gengið að þeim kröfum. Þá skal ég gefa upp útreikninga ríkisins á kostnaðaraukningu ríkisins vegna þeirra krafna.“Segja að samningsaðilum sé óheimilt að greina frá kröfum sínum Í yfirlýsingu sem Raddir íslenskra lækna hafa sent frá sér kemur fram að samningsaðilum sé óheimilt að tjá sig um kröfur sínar eða tölur í fjölmiðlum. Ríkissáttasemjari hafa seinast ítrekað það við samningsaðila. Raddir íslenskra lækna segja að fjármálaráðherra sé kunnugt um þetta og því sé hvatning hans til lækna um að greina frá kröfum sínum „lúaleg tilraun til að afvegaleiða og spilla samningaviðræðum.“ Læknar hafi þar að auki virt þennan trúnað þó að fjármálaráðherra hafi kosið að gera það ekki. Samningafundur í læknadeilunni hófst klukkan 10:30 í morgun og var hlé gert á viðræðunum nú rétt eftir hádegi. Fundi verður framhaldið klukkan 15 í dag.
Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Fleiri fréttir Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Sjá meira