Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2014 19:15 Gary Kasparov fyrrverandi heimsmeistari í skák segir Vladimir Putín dæmigerðan einræðisherra sem sækist eftir ávinningum í útlöndum þegar hann hafi ekkert að bjóða landsmönnum sínum lengur. Gary Kasparov kom til landsins í dag á afmælisdegi Bobby Fischer en sjálfur er Kasparov goðsagnarpersóna í lifanda lífi. Erindi hans er m.a. að kynnaframboð hans til embættis forseta FIDE, Alþjóðaskáksambandsins. „Áður en leiknum er lokið er engu hægt að spá en ég er mjög bjartsýnn. Ég er hér til að hitta fulltrúa sex norrænna sambanda og ég held að þau muni styðja framboð mitt því þetta er barátta fyrir breytingum í skákheiminum,“ segir heimsmeistarinn fyrrverandi. Kasparov er einn af höfuð andstæðingum Vladimir Putín Rússlandsforseta og vandar honum ekki kveðjurnar nú þegar Rússar hafa hertekið Krímskaga í Úkraínu. „Mér þykir það leitt að í mörg ár hefur fólk eins og ég varað við raunverulegu eðli Pútíns. Ég man að þegar ég minntist fyrst á að ólympíuleikarnir í Sotsí gætu haft sömu áhrif og leikarnir í Berlín 1936 var ég húðskammaður fyrir að líkja Pútín við Hitler. Það tók Hitler tvö ár að innlima Austurríki og Tékkóslóvakíu, eftir ólympíuleikana. Það tók Pútín bara tvær vikur að innlima Krím. Því miður er þetta rökfræði allra einræðisherra,“ segir Kasparov. Þegar einræðisherrar hafi ekkert að bjóða sínu fólki lengur snúi þeir sér að ávinningum í útlöndum undir því yfirskyni að sameina fólk af sama uppruna. „Við munum að þetta er það sem Hitler sagði. Pútín seildist núna til Krím og ég óttast, ef hinn frjálsi heimur sýnir ekki seiglu og ákveðni og berst ekki á móti,geti ástandið versnað. Það eru helstu áhyggjur mínar núna því ég held að Pútín muni ekki sjálfviljugur láta staðar numið á Krím. Það er mjög mikilvægt að við lærum af sögunni og tryggjum að hann geti ekki eyðilagt friðinn í Evrópu,“ segir Kasparov. Svo Vesturlönd verða að vera sterk? „Já.“ Nú síðdegis fór Kasparov að gröf Bobby Fishers í Laugardælakirkjugarði, sem hann segir að hafi átt sér bæði góðar og slæmar hliðar eins og allar sannar goðsagnapersónur. „Hann færði skákina upp í nýjar hæðir og hefði getað gert margt fleira en því miður valdi hann ranga braut. Þetta er myrka hliðin á sögunni,“ segir heimsmeistarinn. Vottarðu honum virðingu þína? „Já, tvímælalaust, sérstaklega af því að það er fæðingardagur hans í dag. Það var ein ástæða þess að ég greip þetta tækifæri til að koma til Íslands, sem er reyndar mikið happaland fyrir mig. Ég hef teflt hérna fjórum sinnum og var ósigrandi á íslenskri jörð,“ segir Gary Kasparov sposkur á svip. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Gary Kasparov fyrrverandi heimsmeistari í skák segir Vladimir Putín dæmigerðan einræðisherra sem sækist eftir ávinningum í útlöndum þegar hann hafi ekkert að bjóða landsmönnum sínum lengur. Gary Kasparov kom til landsins í dag á afmælisdegi Bobby Fischer en sjálfur er Kasparov goðsagnarpersóna í lifanda lífi. Erindi hans er m.a. að kynnaframboð hans til embættis forseta FIDE, Alþjóðaskáksambandsins. „Áður en leiknum er lokið er engu hægt að spá en ég er mjög bjartsýnn. Ég er hér til að hitta fulltrúa sex norrænna sambanda og ég held að þau muni styðja framboð mitt því þetta er barátta fyrir breytingum í skákheiminum,“ segir heimsmeistarinn fyrrverandi. Kasparov er einn af höfuð andstæðingum Vladimir Putín Rússlandsforseta og vandar honum ekki kveðjurnar nú þegar Rússar hafa hertekið Krímskaga í Úkraínu. „Mér þykir það leitt að í mörg ár hefur fólk eins og ég varað við raunverulegu eðli Pútíns. Ég man að þegar ég minntist fyrst á að ólympíuleikarnir í Sotsí gætu haft sömu áhrif og leikarnir í Berlín 1936 var ég húðskammaður fyrir að líkja Pútín við Hitler. Það tók Hitler tvö ár að innlima Austurríki og Tékkóslóvakíu, eftir ólympíuleikana. Það tók Pútín bara tvær vikur að innlima Krím. Því miður er þetta rökfræði allra einræðisherra,“ segir Kasparov. Þegar einræðisherrar hafi ekkert að bjóða sínu fólki lengur snúi þeir sér að ávinningum í útlöndum undir því yfirskyni að sameina fólk af sama uppruna. „Við munum að þetta er það sem Hitler sagði. Pútín seildist núna til Krím og ég óttast, ef hinn frjálsi heimur sýnir ekki seiglu og ákveðni og berst ekki á móti,geti ástandið versnað. Það eru helstu áhyggjur mínar núna því ég held að Pútín muni ekki sjálfviljugur láta staðar numið á Krím. Það er mjög mikilvægt að við lærum af sögunni og tryggjum að hann geti ekki eyðilagt friðinn í Evrópu,“ segir Kasparov. Svo Vesturlönd verða að vera sterk? „Já.“ Nú síðdegis fór Kasparov að gröf Bobby Fishers í Laugardælakirkjugarði, sem hann segir að hafi átt sér bæði góðar og slæmar hliðar eins og allar sannar goðsagnapersónur. „Hann færði skákina upp í nýjar hæðir og hefði getað gert margt fleira en því miður valdi hann ranga braut. Þetta er myrka hliðin á sögunni,“ segir heimsmeistarinn. Vottarðu honum virðingu þína? „Já, tvímælalaust, sérstaklega af því að það er fæðingardagur hans í dag. Það var ein ástæða þess að ég greip þetta tækifæri til að koma til Íslands, sem er reyndar mikið happaland fyrir mig. Ég hef teflt hérna fjórum sinnum og var ósigrandi á íslenskri jörð,“ segir Gary Kasparov sposkur á svip.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira