Lífið

Skandinavísk hönnun og gamalt í bland

Marín Manda skrifar
Sigrún Rut Hjálmarsdóttir rekur lífstílsverslunina NUR en segist vera ákaflega heimakær á fallega heimilinu sínu.
Sigrún Rut Hjálmarsdóttir rekur lífstílsverslunina NUR en segist vera ákaflega heimakær á fallega heimilinu sínu.
Sigrún Rut hefur verið viðloðandi fatabransann um nokkurt skeið. Hún rekur lífsstílsverslunina NUR á Garðatorgi en þar er að finna bæði tískufatnað og fallega innanhússmuni. Sigrún Rut er heimakær og segist vera rétt að byrja í hreiðurgerð því hún á von á sínu fyrsta barni í júní.

Trjádrumbarnir eru úr sumarbústaðarsveitinni hjá mömmu minni. Ég ætlaði að nota þá sem útstillingu í búðinni minni en endaði á því að taka þá heim til mín í staðinn. Málverkið er einnig úr sveitinni en kærastinn minn fékk það að gjöf frá afa sínum.

Eldhúsið er opið rými sem mér þykir einstaklega kósý. Við eldum voðalega mikið þannig að þessi staður er í raun hjarta heimilisins. 

Rokkinn fékk ég frá ömmu minni sem er farin. Hann var ég búin að sjá á heimili afa og ömmu frá því að ég var lítil og mér þykir rosalega vænt um hann. 

Borðstofuborðið er úr Ilvu. Stólarnir eru úr Módern. Okkur fannst svo skemmtilegt að blanda ýmsum litum saman í staðinn fyrir að hafa allt svart og hvítt. Spegillinn heitir Lucio og er hönnun eftir Sigga Anton. 

Þetta er gamall fjölskyldukollur sem mamma bólstraði með gæru og gaf mér fyrir nokkrum árum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.