Ekki séð ástæðu til að svara fyrir ummæli Kristínar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. maí 2014 17:11 Kristín Soffía Jónsdóttir er á fjórða sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, var inntur eftir viðbrögðum við ummælum Kristínar Soffíu Jónsdóttur í þættinum Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu í dag. Kristín sagði í kjölfar auglýsingar frá Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni árið 2012 að söfnuðurinn mætti „fokka sér“ og að „ömurlegt“ væri að Reykjavíkurborg væri búin að útdeila lóð til þessa „skítasafnaðar“. Auglýsingin birtist sama dag og Gleðiganga samkynhneigðra fór fram í Reykjavík. Hún var túlkuð sem árás á samkynhneigða og hljóðaði svo: „Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían.... Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadyrkendu, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælni, drykkjumenn, lastmálir né ræningar Guðs ríki erfa. (Fyrra bréf Páls til Korin 6:9-10)“.Hér má sjá umrædd ummæli Kristínar.Dagur sagði í viðtalinu að Kristínu þætti allt þetta mál „náttúrulega bara mjög leiðinlegt“. „En ég skil um leið að henni hafi orðið bilt við þegar þetta birtist á Gay Pride á sínum tíma,“ bætti Dagur við í kjölfarið. Yngri systir Kristínar er samkynhneigð og sagði Kristín frá því í gær hvernig hún hafði upplifað auglýsinguna sem árás á sig og sína fjölskyldu. Dagur sagðist sýna því skilning. „Auglýsing þar sem einhver segir að hinsegin fólk muni brenna í víti hleypir fólki auðvitað kappi í kinn.“ Hann segir ummæli Kristínar þó byggð á ákveðnum misskilningi. „Svo kom í ljós að þessi auglýsing var ekki frá Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Það var einhver safnaðarmeðlimur sem keypti hana,“ sagði Dagur í viðtalinu og segir hann þá staðreynd hafa haft áhrif á ummæli hennar. Þessi staðhæfing þó ekki allsendis rétt enda hefur Vísir greint frá því að sá sem auglýsinguna keypti hafi raunar verið Rússneska rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi, en ekki einhver einn einstaklingur innan hennar. Dagur segir það þó ekki höfuðatriði. „Það sem skiptir mestu máli er að mér þykir Kristín hafa útskýrt þetta ágætlega í gær og notaði tækifærið og baðst afsökunar. Hann kannast ekki við að afsagnar Kristínar hafi verið krafist vegna ummælanna en Jónas Kristjánsson og Þráinn Bertelsson hafa farið fram á að hún stígi til hliðar. Degi þætti slík afsögn ganga of langt. „Hún er búin að biðjast afsökunar, hún setti fram þessi ummæli því henni var mjög misboðið og mér fannst hún gera góða grein fyrir því.“Ummæli Kristínar annars eðlis en SveinbjargarÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. Hann segist ekki hafa séð ástæðu til að svara fyrir þessi ummæli Kristínar. „Enda er hún búin að svara fyrir sig,“ sagði Árni í samtali við Vísi. Aðspurður um líkindi milli ummæla Kristínar Soffíu og þeirra ummæla sem Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir lét falla fyrir helgi um úthlutun lóðar undir mosku segir Árni Páll töluverðan eðlismun á þeim tveimur. Ummæli Kristínar væru ekki pólitísk yfirlýsing í aðdraganda kosninga, ólíkt ummælum Sveinbjargar. „Þau voru ekki látin falla í ávinningsskyni heldur sem viðbrögð við árás á mannréttindi samkynhneigðra. Þau voru sett fram í reiði og hún hefur beðist afsökunar á því að hafa farið offari,“ segir Árni og bætir við að hann telji hana meiri manneskju fyrir vikið. Árna Páli undirstrikar að Samylkingin telur trúfrelsið vera einn hornsteina lýðræðisvitundar þjóðarinnar. „Það er alveg ljóst að það er ekki hægt að mismuna trúfélögum og hefur Samfylkingin við stjórn borgarinnar alla tíð lagt mikla áherslu á trúfrelsi og að hlúa að trúarlífi Reykvíkinga.“ Tengdar fréttir Frambjóðandi sér eftir því að hafa sagt Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni að „fokka sér“ Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúaefni Samfylkingarinnar, sagði fyrir tveimur árum að það væri „ömurlegt“ að Rússneska rétttrúnaðarkirkjan hafi fengið úthlutað lóð í Reykjavík. Hún segist nú sjá eftir ummælunum en bætir við: „Andúð mín til þessarar auglýsingarinnar er óbreytt engu að síður.“ 27. maí 2014 14:04 „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, var inntur eftir viðbrögðum við ummælum Kristínar Soffíu Jónsdóttur í þættinum Harmageddon á útvarpsstöðinni X-inu í dag. Kristín sagði í kjölfar auglýsingar frá Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni árið 2012 að söfnuðurinn mætti „fokka sér“ og að „ömurlegt“ væri að Reykjavíkurborg væri búin að útdeila lóð til þessa „skítasafnaðar“. Auglýsingin birtist sama dag og Gleðiganga samkynhneigðra fór fram í Reykjavík. Hún var túlkuð sem árás á samkynhneigða og hljóðaði svo: „Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían.... Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadyrkendu, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælni, drykkjumenn, lastmálir né ræningar Guðs ríki erfa. (Fyrra bréf Páls til Korin 6:9-10)“.Hér má sjá umrædd ummæli Kristínar.Dagur sagði í viðtalinu að Kristínu þætti allt þetta mál „náttúrulega bara mjög leiðinlegt“. „En ég skil um leið að henni hafi orðið bilt við þegar þetta birtist á Gay Pride á sínum tíma,“ bætti Dagur við í kjölfarið. Yngri systir Kristínar er samkynhneigð og sagði Kristín frá því í gær hvernig hún hafði upplifað auglýsinguna sem árás á sig og sína fjölskyldu. Dagur sagðist sýna því skilning. „Auglýsing þar sem einhver segir að hinsegin fólk muni brenna í víti hleypir fólki auðvitað kappi í kinn.“ Hann segir ummæli Kristínar þó byggð á ákveðnum misskilningi. „Svo kom í ljós að þessi auglýsing var ekki frá Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Það var einhver safnaðarmeðlimur sem keypti hana,“ sagði Dagur í viðtalinu og segir hann þá staðreynd hafa haft áhrif á ummæli hennar. Þessi staðhæfing þó ekki allsendis rétt enda hefur Vísir greint frá því að sá sem auglýsinguna keypti hafi raunar verið Rússneska rétttrúnaðarkirkjan á Íslandi, en ekki einhver einn einstaklingur innan hennar. Dagur segir það þó ekki höfuðatriði. „Það sem skiptir mestu máli er að mér þykir Kristín hafa útskýrt þetta ágætlega í gær og notaði tækifærið og baðst afsökunar. Hann kannast ekki við að afsagnar Kristínar hafi verið krafist vegna ummælanna en Jónas Kristjánsson og Þráinn Bertelsson hafa farið fram á að hún stígi til hliðar. Degi þætti slík afsögn ganga of langt. „Hún er búin að biðjast afsökunar, hún setti fram þessi ummæli því henni var mjög misboðið og mér fannst hún gera góða grein fyrir því.“Ummæli Kristínar annars eðlis en SveinbjargarÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. Hann segist ekki hafa séð ástæðu til að svara fyrir þessi ummæli Kristínar. „Enda er hún búin að svara fyrir sig,“ sagði Árni í samtali við Vísi. Aðspurður um líkindi milli ummæla Kristínar Soffíu og þeirra ummæla sem Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir lét falla fyrir helgi um úthlutun lóðar undir mosku segir Árni Páll töluverðan eðlismun á þeim tveimur. Ummæli Kristínar væru ekki pólitísk yfirlýsing í aðdraganda kosninga, ólíkt ummælum Sveinbjargar. „Þau voru ekki látin falla í ávinningsskyni heldur sem viðbrögð við árás á mannréttindi samkynhneigðra. Þau voru sett fram í reiði og hún hefur beðist afsökunar á því að hafa farið offari,“ segir Árni og bætir við að hann telji hana meiri manneskju fyrir vikið. Árna Páli undirstrikar að Samylkingin telur trúfrelsið vera einn hornsteina lýðræðisvitundar þjóðarinnar. „Það er alveg ljóst að það er ekki hægt að mismuna trúfélögum og hefur Samfylkingin við stjórn borgarinnar alla tíð lagt mikla áherslu á trúfrelsi og að hlúa að trúarlífi Reykvíkinga.“
Tengdar fréttir Frambjóðandi sér eftir því að hafa sagt Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni að „fokka sér“ Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúaefni Samfylkingarinnar, sagði fyrir tveimur árum að það væri „ömurlegt“ að Rússneska rétttrúnaðarkirkjan hafi fengið úthlutað lóð í Reykjavík. Hún segist nú sjá eftir ummælunum en bætir við: „Andúð mín til þessarar auglýsingarinnar er óbreytt engu að síður.“ 27. maí 2014 14:04 „Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Frambjóðandi sér eftir því að hafa sagt Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni að „fokka sér“ Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúaefni Samfylkingarinnar, sagði fyrir tveimur árum að það væri „ömurlegt“ að Rússneska rétttrúnaðarkirkjan hafi fengið úthlutað lóð í Reykjavík. Hún segist nú sjá eftir ummælunum en bætir við: „Andúð mín til þessarar auglýsingarinnar er óbreytt engu að síður.“ 27. maí 2014 14:04
„Maður stýrir ekki borg með því að mismuna fólki eftir trúarskoðunum“ Oddvitar allra flokka í Reykjavík sem rætt var við fordæma ummæli oddvita Framsóknarflokksins um byggingu mosku. 24. maí 2014 07:15
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08