Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2014 10:28 Mítillinn kemur sér fyrir á kvistum og stráendum og bíður eftir að ólánsskepna labbi framhjá og krækir sig fastan í hana. Skógarmítill, blóðsuga sem leggst á spendýr og fugla, hefur verið að gera vart við sig hér á landi og er að öllum líkindum orðinn landlægur. Erling Ólafsson skordýrafræðingur sagði í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að endanleg staðfesting fyrir því hafi þó enn ekki fengist, en telur allt benda til þess. Hingað til hefur enginn sýkst af völdum mítilsins hérlendis en smit frá pöddunni getur valdið Lyme sjúkdómi (Borrelia burgdorferi), sem leggst á taugakerfi fólks og er ólæknandi greinist hann ekki strax. Þá getur hann einnig valdið heilabólgum. Mítillinn kemur sér fyrir á kvistum og stráendum og bíður eftir að ólánsskepna labbi framhjá og krækir sig fastan í hana. „Hann er puttalangur sem húkkar sér far,“ segir Ellert. Hann segir okkur mannfólkið þó einungis neyðarbrauð mítilisins en oftast leggst paddan á kindur, hunda og önnur dýr. Mítillinn er ekki smár og sést greinilega á húð. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir að nauðsynlegt sé að skoða húðina vel eftir skógarferðir. „Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bryndís segir einkennin augljós, hringlaga roði myndist á húð, en tekið getur þrjá til þrjátíu daga fyrir roðann að dreifa sér. Stuttu síðar getur farið að bera á þreytu, hrolli og höfuðverk ásamt vöðva- og liðverjum sem varað geta vikum saman. Sýkingin getur jafnframt valdið viðvarandi liðbólgum. Sýklalyf eru gefin við sýkingunni, en ef hún svarar ekki við meðferðinni þarf stundum að gefa bólgueyðandi lyfjameðferð. „Fólk þarf bara að vera vakandi yfir eigin líkama,“ segir Bryndís, en eins og fyrr segir hefur enginn sýkst af völdum skógarmítils hérlendis en hafa nokkrir Íslendingar smitast af völdum hans erlendis. Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Skógarmítill, blóðsuga sem leggst á spendýr og fugla, hefur verið að gera vart við sig hér á landi og er að öllum líkindum orðinn landlægur. Erling Ólafsson skordýrafræðingur sagði í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis í gær að endanleg staðfesting fyrir því hafi þó enn ekki fengist, en telur allt benda til þess. Hingað til hefur enginn sýkst af völdum mítilsins hérlendis en smit frá pöddunni getur valdið Lyme sjúkdómi (Borrelia burgdorferi), sem leggst á taugakerfi fólks og er ólæknandi greinist hann ekki strax. Þá getur hann einnig valdið heilabólgum. Mítillinn kemur sér fyrir á kvistum og stráendum og bíður eftir að ólánsskepna labbi framhjá og krækir sig fastan í hana. „Hann er puttalangur sem húkkar sér far,“ segir Ellert. Hann segir okkur mannfólkið þó einungis neyðarbrauð mítilisins en oftast leggst paddan á kindur, hunda og önnur dýr. Mítillinn er ekki smár og sést greinilega á húð. Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir segir að nauðsynlegt sé að skoða húðina vel eftir skógarferðir. „Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Bryndís segir einkennin augljós, hringlaga roði myndist á húð, en tekið getur þrjá til þrjátíu daga fyrir roðann að dreifa sér. Stuttu síðar getur farið að bera á þreytu, hrolli og höfuðverk ásamt vöðva- og liðverjum sem varað geta vikum saman. Sýkingin getur jafnframt valdið viðvarandi liðbólgum. Sýklalyf eru gefin við sýkingunni, en ef hún svarar ekki við meðferðinni þarf stundum að gefa bólgueyðandi lyfjameðferð. „Fólk þarf bara að vera vakandi yfir eigin líkama,“ segir Bryndís, en eins og fyrr segir hefur enginn sýkst af völdum skógarmítils hérlendis en hafa nokkrir Íslendingar smitast af völdum hans erlendis.
Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira