Þegar skipt er um akrein í pólitík Gísli H. Halldórsson skrifar 28. maí 2014 10:37 Mörgum félögum mínum og vinum þótti leitt að sjá á eftir mér úr fylkingarbrjósti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Mér þykir að sjálfsögðu vænt um að heyra það, en því miður var mér löngu ljóst að ég væri kominn á leiðarenda á þeim vígstöðvum. Frekar tilraunir af minni hálfu til starfa sem bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna voru dæmdar til að takast miklu verr en ég tel nauðsynlegt. Þetta sá ég fyrir meira en ári síðan. Það var hinsvegar aðeins fyrir stuttu sem ég komst að því hvernig ég gæti best varið mínum kröftum í stjórnmálunum í Ísafjarðarbæ; með Í-listanum, sem að mörgu leyti hefur endurfæðst sem þverpólitískt afl. Þá stóð ég jafnframt frammi fyrir stórum spurningum: Hvernig á að hætta að starfa fyrir eitt stjórnmálaafl og byrja að starfa fyrir annað? Er hægt að gera þetta þannig að allir verði ánægðir? Hvað segja lögin um þetta? Einfalt er að svara þessu með ánægjuna. Það er hreinlega ekki hægt að gera þessa hluti þannig að öllum líki. Þetta hefur oft gerst í íslenskri pólitík og það verða alltaf einhver læti. Mér þykir leitt ef einhverjir góðir vinir mínir hafa orðið fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun mína, en ég er ekki í pólitík til að geðjast vinum mínum. Vonandi fyrirgefa þeir mér þetta. Aftur á móti má leita leiðbeininga í sveitarstjórnarlögum um það hvernig hinum spurningunum er svarað. IV kafli laganna fjallar um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.IV. kafli. Réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.22. gr.Mætingarskylda. Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.24. gr.Aðrar almennar skyldur sveitarstjórnarmanna. Hverjum sveitarstjórnarmanni er skylt að inna af hendi störf sem sveitarstjórn felur honum og varða verkefni sveitarstjórnarinnar. Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.25. gr.Sjálfstæði í starfi. Sveitarstjórnarmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum. Þeir eru einungis bundnir af lögum og eigin sannfæringu um afstöðu til einstakra mála. Með þetta að leiðarljósi hef ég lagt ofuráherslu á að sýna full heilindi áfram í störfum mínum. Það er að mínu mati ekki í boði að skorast af hólmi. Stíga þarf ölduna þar til fleyið er í höfn. Þrátt fyrir mjóróma óánægjuraddir sem heyrst hafa undafarið er einn hlutur alveg á hreinu. Ég mun aldrei láta óánægða andstæðinga mína semja fyrir mig reglur um það hvernig taka skal þátt í stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Mörgum félögum mínum og vinum þótti leitt að sjá á eftir mér úr fylkingarbrjósti Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Mér þykir að sjálfsögðu vænt um að heyra það, en því miður var mér löngu ljóst að ég væri kominn á leiðarenda á þeim vígstöðvum. Frekar tilraunir af minni hálfu til starfa sem bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna voru dæmdar til að takast miklu verr en ég tel nauðsynlegt. Þetta sá ég fyrir meira en ári síðan. Það var hinsvegar aðeins fyrir stuttu sem ég komst að því hvernig ég gæti best varið mínum kröftum í stjórnmálunum í Ísafjarðarbæ; með Í-listanum, sem að mörgu leyti hefur endurfæðst sem þverpólitískt afl. Þá stóð ég jafnframt frammi fyrir stórum spurningum: Hvernig á að hætta að starfa fyrir eitt stjórnmálaafl og byrja að starfa fyrir annað? Er hægt að gera þetta þannig að allir verði ánægðir? Hvað segja lögin um þetta? Einfalt er að svara þessu með ánægjuna. Það er hreinlega ekki hægt að gera þessa hluti þannig að öllum líki. Þetta hefur oft gerst í íslenskri pólitík og það verða alltaf einhver læti. Mér þykir leitt ef einhverjir góðir vinir mínir hafa orðið fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun mína, en ég er ekki í pólitík til að geðjast vinum mínum. Vonandi fyrirgefa þeir mér þetta. Aftur á móti má leita leiðbeininga í sveitarstjórnarlögum um það hvernig hinum spurningunum er svarað. IV kafli laganna fjallar um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.IV. kafli. Réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna.22. gr.Mætingarskylda. Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.24. gr.Aðrar almennar skyldur sveitarstjórnarmanna. Hverjum sveitarstjórnarmanni er skylt að inna af hendi störf sem sveitarstjórn felur honum og varða verkefni sveitarstjórnarinnar. Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.25. gr.Sjálfstæði í starfi. Sveitarstjórnarmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum. Þeir eru einungis bundnir af lögum og eigin sannfæringu um afstöðu til einstakra mála. Með þetta að leiðarljósi hef ég lagt ofuráherslu á að sýna full heilindi áfram í störfum mínum. Það er að mínu mati ekki í boði að skorast af hólmi. Stíga þarf ölduna þar til fleyið er í höfn. Þrátt fyrir mjóróma óánægjuraddir sem heyrst hafa undafarið er einn hlutur alveg á hreinu. Ég mun aldrei láta óánægða andstæðinga mína semja fyrir mig reglur um það hvernig taka skal þátt í stjórnmálum.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar