Tónlist

Veðurguðirnir boða gott veður

Ingó og Veðurguðirnir snúa aftur úr smá pásu.
Ingó og Veðurguðirnir snúa aftur úr smá pásu. Vísir/Valli
Ingó og Veðurguðirnir senda nú frá sér nýtt lag sem ber heitið Ítalska lagið. Takturinn er suðrænn og hrynjandinn í sönglínunni með afar ítölskum blæ.  „Þetta er lag sem ég syng að hluta til á ítölsku,“ segir Ingó um nýja lagið en bætir þó við hann tali ítölskuna alls ekki reiprennandi. „Ég samdi textann á google translate og kann frekar lítið í ítölsku.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Veðurguðirnir horfa suður um höf. Bahama og Argentína eru til marks um það.

Ingó og Veðurguðirnir hafa verið í smá pásu undanfarið en stefna á að koma tvíefldir til leiks á næstunni. „Við höfum verið rólegir undanfarið en þó verið aðeins að spila. Það á líklega eftir að lifna yfir okkur með nýja laginu,“ bætir Ingó við.

Hljómsveitin verður með heljarinnar sumarball á Spot í kvöld, þar sem öll Veðurguðalögin verða tekin í bland við aðra þekkta smelli, innlenda sem erlenda. Með í för verður slagverksleikari úr Miðjarðarhafinu og sérstakir gestir verða Fjallabræður.

Hér að neðan má ljá laginu eyra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×