Silfursentið selt á 160 milljónir króna Snærós Sindradóttir skrifar 28. maí 2014 12:22 Silfursentið er lítið og í raun aðeins merkilegt í augum þeirra sem þekkja til sögu þess. Þetta sent hefði hæglega getað endað í gossjálfsala án þess að eigandinn hefði hugsað sig tvisvar um. Bandarískur peningur seldist fyrir rúma 1,4 milljónir dollara á uppboði í New York fyrr í þessum mánuði, eða sem svarar 159 milljónum króna. Um er að ræða svokallaðan „Silver Center cent“ frá árinu 1792 og kom úr safni Eric P. Newmans, en alls seldist mynt og seðlar úr safni hans fyrir rúmlega 11 miljónir dollara, eða ríflega 1,2 milljarða króna. Þetta kom fram á vef Coin World. Newman er einn þekktasti safnari Bandaríkjanna og er talinn eiga eitt besta safn af sjaldgæfum og gömlum gjaldmiðlum þar í landi.5 milljarða velta í fyrra Aðeins er vitað um 14 eintök af þessum peningi, sem var sá fyrsti sem Bandaríkjastjórn gaf út í von um að búa til handhægan gjaldmiðil fyrir landið allt. Peningurinn var að hluta til úr kopar og að hluta til úr silfri, og þaðan má rekja heiti hans, þ.e. silfurmiðju-sentið. Mikil eftirsókn var í peninginn á uppboði Heritage Auctions-uppboðsfyrirtækisins og hreppti óþekktur kaupandi hann að lokum á fyrrnefndu verði. Mikill uppgangur hefur verið í söfnun fágætra seðla og peninga í heiminum seinustu misseri og er þess skemmst að minnast að í janúar seldust slíkir gripir á uppboði í Flórída fyrir um 105 milljónir dollara, eða tæplega 12 milljarða króna. Veltan á markaði fyrir fágæta seðla og mynt er áætluð hafa verið um 5 milljarðar dollara í Bandaríkjunum í fyrra, þar af seldist á uppboðum fyrir tæplega 400 milljónir dollara.Stóraukinn áhugi á mynt og seðlum„Árið 2013 var metár á þessu sviði og án fordæma. Á liðnu ári lækkuðu málmar en hlutabréf hækkuðu og það hefur verið efnahagsbati í bandaríska og evrópska hagkerfinu, þó svo að hann sé ekki umtalsverður. Aukinn áhugi á fágætum myntum og seðlum einkennir oft slíkt ástand og sama máli gegnir um listaverkamarkaðinn, sem er í miklum blóma. Sjaldgæfir safngripir og listaverk í háum gæðaflokki virðast því eiga samleið í þessu efnahagsástandi,“ segir Terry Hanlon, forseti Professional Numismatist Guild, óháðra samtaka helstu kaupmanna á þessu sviði í Bandaríkjunum. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandarískur peningur seldist fyrir rúma 1,4 milljónir dollara á uppboði í New York fyrr í þessum mánuði, eða sem svarar 159 milljónum króna. Um er að ræða svokallaðan „Silver Center cent“ frá árinu 1792 og kom úr safni Eric P. Newmans, en alls seldist mynt og seðlar úr safni hans fyrir rúmlega 11 miljónir dollara, eða ríflega 1,2 milljarða króna. Þetta kom fram á vef Coin World. Newman er einn þekktasti safnari Bandaríkjanna og er talinn eiga eitt besta safn af sjaldgæfum og gömlum gjaldmiðlum þar í landi.5 milljarða velta í fyrra Aðeins er vitað um 14 eintök af þessum peningi, sem var sá fyrsti sem Bandaríkjastjórn gaf út í von um að búa til handhægan gjaldmiðil fyrir landið allt. Peningurinn var að hluta til úr kopar og að hluta til úr silfri, og þaðan má rekja heiti hans, þ.e. silfurmiðju-sentið. Mikil eftirsókn var í peninginn á uppboði Heritage Auctions-uppboðsfyrirtækisins og hreppti óþekktur kaupandi hann að lokum á fyrrnefndu verði. Mikill uppgangur hefur verið í söfnun fágætra seðla og peninga í heiminum seinustu misseri og er þess skemmst að minnast að í janúar seldust slíkir gripir á uppboði í Flórída fyrir um 105 milljónir dollara, eða tæplega 12 milljarða króna. Veltan á markaði fyrir fágæta seðla og mynt er áætluð hafa verið um 5 milljarðar dollara í Bandaríkjunum í fyrra, þar af seldist á uppboðum fyrir tæplega 400 milljónir dollara.Stóraukinn áhugi á mynt og seðlum„Árið 2013 var metár á þessu sviði og án fordæma. Á liðnu ári lækkuðu málmar en hlutabréf hækkuðu og það hefur verið efnahagsbati í bandaríska og evrópska hagkerfinu, þó svo að hann sé ekki umtalsverður. Aukinn áhugi á fágætum myntum og seðlum einkennir oft slíkt ástand og sama máli gegnir um listaverkamarkaðinn, sem er í miklum blóma. Sjaldgæfir safngripir og listaverk í háum gæðaflokki virðast því eiga samleið í þessu efnahagsástandi,“ segir Terry Hanlon, forseti Professional Numismatist Guild, óháðra samtaka helstu kaupmanna á þessu sviði í Bandaríkjunum.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira