„Við erum að svíkja þessi börn“ Linda Blöndal skrifar 28. september 2014 19:30 Samkvæmt tölum Barnaverndarstofu fóru 144 börn ungir 18 ára aldri í meðferð í fyrra við tilfinningavanda og fíkniefnaneyslu. Þessar tölur ná þó hvorki til barna sem eru í vanda en ekki komin á meðferðarstig né til þeirra sem hafa reynt meðferðir árángurslaust og nýta sér ekki lengur nein úrræði. Þá er lítið sem ekkert um vímuefnameðferð, sérstaklega fyrir börn.Viðtal við móður og ömmu 22 ára konu sem tók eigið líf fyrr í mánuðinum eftir áralanga baráttu við eiturlyf hefur vakið mikla athygli. Einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun, sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að meðferðarstöðum hefði fækkað mikið á undanförnum árum og að Barna og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, taki ekki við börnum sem eru með geðraskanir og í vímuefnaneyslu.Hafnað ef fíknivandinn er stærriYfirlæknir göngudeildar BUGL, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir segir að tekið sé á móti mörgum börnum sem hafa neytt fíkniefna. „Við lítum til okkar sérhæfða hlutverks fyrir börn og unglinga með geðraskanir og þau sem eru í erfiðari vanda. Þau eru mörg hér sem eiga við vímuefnavanda að stríða. Ef við höfnum tilvísunum er það vegna þess að við teljum að geðrænn vandi sé ekki það alvarlegur og fíkniefnivandinn skyggi frekar á hann og vímuefnameðferð eigi frekar við,“ sagði Guðrún Bryndís í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.„Þá eru þau bara úti á götu“ Vísbendingar eru um meiri vanlíðan barna eftir efnahagshrun og til dæmis frá árinu 2009 jókst kvíði stúlkna hér í Breiðholtsskóla úr sjö prósentum í rúm 26 prósent árið 2012. Þörfin er mikil á að greina vandann eins fljótt og hægt er og skólar þurfa að taka þátt í því segja margir sem vinna í málaflokknum. Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla er einn skólastjóra í Breiðholti og Árbæ sem hafa unnið að því að finna leiðir svo hægt sé að ná til barna í áhættuhópi áður en þau verða miklir fíklar. „Við erum ekkert að standa okkur. Börnin sem eru komin í neyslu er gjarnan vísað úr skóla,sum þeirra eru hugsanlega komin í sölu líka. En þá eru þau bara úti á götunni. Það er það sem er hryggilegast við þetta skólakerfi okkar að þarna er bara gat. Síðan tekur við bið eftir einhvers konar úrræði og guð má vita hvað gerist á meðan,“ sagði Þórður í samtali við Stöð tvö í kvöld.Alltaf að koma upp Kostnaður Barnaverndarstofu vegna meðferðarheimila og annars sem tengist vanda þessa barna má gróflega taka saman í 500 milljónir króna á ári. En sjö ára þróunarvinna skólastjóra í Breiðholti og Árbæ hefur undanfarið vakið athygli og nefnist stundum „Breiðholtsmódelið“ en það hefur ekki fengist fjármagnað. Með þeirri aðferð mætti taka á vandanum með betri hætti, segir Þórður sem segir hafa fylgst með mörgum börnum í þessari stöðu, bæði sem skólastjóri og af kollegum sínum. „Þetta er því miður alltaf að koma upp.“ Tengdar fréttir Oft eldri menn með stelpur í neyslu sem hálfgerðar ambáttir "Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma Ástríðar Ránar Erlendsdóttur heitinnar. 27. september 2014 22:13 Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01 Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Samkvæmt tölum Barnaverndarstofu fóru 144 börn ungir 18 ára aldri í meðferð í fyrra við tilfinningavanda og fíkniefnaneyslu. Þessar tölur ná þó hvorki til barna sem eru í vanda en ekki komin á meðferðarstig né til þeirra sem hafa reynt meðferðir árángurslaust og nýta sér ekki lengur nein úrræði. Þá er lítið sem ekkert um vímuefnameðferð, sérstaklega fyrir börn.Viðtal við móður og ömmu 22 ára konu sem tók eigið líf fyrr í mánuðinum eftir áralanga baráttu við eiturlyf hefur vakið mikla athygli. Einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun, sagði í fréttum Stöðvar tvö í gær að meðferðarstöðum hefði fækkað mikið á undanförnum árum og að Barna og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, taki ekki við börnum sem eru með geðraskanir og í vímuefnaneyslu.Hafnað ef fíknivandinn er stærriYfirlæknir göngudeildar BUGL, Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir segir að tekið sé á móti mörgum börnum sem hafa neytt fíkniefna. „Við lítum til okkar sérhæfða hlutverks fyrir börn og unglinga með geðraskanir og þau sem eru í erfiðari vanda. Þau eru mörg hér sem eiga við vímuefnavanda að stríða. Ef við höfnum tilvísunum er það vegna þess að við teljum að geðrænn vandi sé ekki það alvarlegur og fíkniefnivandinn skyggi frekar á hann og vímuefnameðferð eigi frekar við,“ sagði Guðrún Bryndís í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.„Þá eru þau bara úti á götu“ Vísbendingar eru um meiri vanlíðan barna eftir efnahagshrun og til dæmis frá árinu 2009 jókst kvíði stúlkna hér í Breiðholtsskóla úr sjö prósentum í rúm 26 prósent árið 2012. Þörfin er mikil á að greina vandann eins fljótt og hægt er og skólar þurfa að taka þátt í því segja margir sem vinna í málaflokknum. Þórður Kristjánsson, skólastjóri Seljaskóla er einn skólastjóra í Breiðholti og Árbæ sem hafa unnið að því að finna leiðir svo hægt sé að ná til barna í áhættuhópi áður en þau verða miklir fíklar. „Við erum ekkert að standa okkur. Börnin sem eru komin í neyslu er gjarnan vísað úr skóla,sum þeirra eru hugsanlega komin í sölu líka. En þá eru þau bara úti á götunni. Það er það sem er hryggilegast við þetta skólakerfi okkar að þarna er bara gat. Síðan tekur við bið eftir einhvers konar úrræði og guð má vita hvað gerist á meðan,“ sagði Þórður í samtali við Stöð tvö í kvöld.Alltaf að koma upp Kostnaður Barnaverndarstofu vegna meðferðarheimila og annars sem tengist vanda þessa barna má gróflega taka saman í 500 milljónir króna á ári. En sjö ára þróunarvinna skólastjóra í Breiðholti og Árbæ hefur undanfarið vakið athygli og nefnist stundum „Breiðholtsmódelið“ en það hefur ekki fengist fjármagnað. Með þeirri aðferð mætti taka á vandanum með betri hætti, segir Þórður sem segir hafa fylgst með mörgum börnum í þessari stöðu, bæði sem skólastjóri og af kollegum sínum. „Þetta er því miður alltaf að koma upp.“
Tengdar fréttir Oft eldri menn með stelpur í neyslu sem hálfgerðar ambáttir "Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma Ástríðar Ránar Erlendsdóttur heitinnar. 27. september 2014 22:13 Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01 Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Oft eldri menn með stelpur í neyslu sem hálfgerðar ambáttir "Það er alveg skýrt að við erum ekki að leita að sökudólgi fyrir því hvernig fór. Þessi maður lagði samt sitt á vogarskálarnar við það,“ segir amma Ástríðar Ránar Erlendsdóttur heitinnar. 27. september 2014 22:13
Vildi vera á beinu brautinni Ung móðir stytti sér aldur á Vogi fyrr í mánuðinum eftir að hafa barist lengi við vímuefnafíkn. Hún hét Ástríður Rán Erlendsdóttir og var aðeins 22 ára þegar hún lést. Móðir hennar og amma segja frá baráttu Ástríðar. 27. september 2014 00:01
Helmingi færri úrræði fyrir börnin Pólitískan vilja skortir til að hjálpa ungu fólki í vímuefnaneyslu, segir Sigurbjörg Sigurðardóttir einn stofnandi Olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna með áhættuhegðun. Hún tekur undir gagnrýni um úrræðaleysi frá fjölskylda ungrar móður sem svipti sig lífi á Vogi fyrr í mánuðinum. 27. september 2014 19:03