Bandaríkin muni beita þrýstingi Bjarki Ármannsson skrifar 9. febrúar 2014 12:54 Sjómenn á hrefnuveiðum. Alþjóðadýravelferðasjóðurinn hvetur bandarísk stjórnvöld að til beita Íslendinga þrýstingi til að taka vitrænar ákvarðanir og láta af hvalveiðum. Innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest kæru til Barack Obama forseta þess efnis að hvalveiðar íslenskra aðila brjóti samning um bann við verslun með tegundir viltra dýra í útrýmingarhættu. Þettur kemur fram í fréttum Bylgjunnar í hádeginu. Barack Obama hefur um sextíu daga til að tilkynna Bandaríkjaþingi hvort hann hyggist beita Íslendinga þvingunum vegna hvalveiða. Samskonar staða kom upp árið 2011 en þá ákvað Obama að beita íslensk stjórnvöld pólitískum þrýstingi. Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins á Íslandi, býst við harðari aðgerðum nú. „Málið er alvarlegra núna,“ segir Sigursteinn. „Staðan 2011 var sú að þá var að klárast fimm ára kvóti sem þáverandi sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, ákvað að gefa út á langreyðu og hrefnu. Nú þegar það er búið að gefa út nýjan fimm ára kvóta, sem er algjörlega andstætt hagsmunum Íslands, þá er málið litið miklu alvarlegri augum.“Sigursteinn vonar að íslensk stjórnvöld sjái að sér og komi í veg fyrir að hvalveiðar séu stundaðar á hrefnu og langreyði. „Við styðjum að Bandaríkin beiti íslensk stjórnvöld þrýstingi til að þau taki vitrænar ákvarðanir í þessum málum. Við hinsvegar höfum aldrei stutt viðskiptaþvinganir eða efnahagsþvinganir gegn Íslandi. Ég hinsvegar óttast það nú að Bandaríkjamenn sjái sig tilknúna til að vera með ákveðnari þrýsting gegn Íslandi heldur en áður.“Nærri 175 þúsund farþegar fóru í hvalaskoðun hér á landi á árinu 2012. Sigursteinn telur það bestu sjálfbæru nýtinguna á hvalastofnum sem hugsast getur. „Það hefur komið mjög skýrt í ljós að eina raunverulega, sjálfbæra nýtingin á hvalastofnum við Ísland sem gerir Íslandi mjög gott, er hvalaskoðun. Þarna er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Alþjóðadýravelferðasjóðurinn hvetur bandarísk stjórnvöld að til beita Íslendinga þrýstingi til að taka vitrænar ákvarðanir og láta af hvalveiðum. Innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur staðfest kæru til Barack Obama forseta þess efnis að hvalveiðar íslenskra aðila brjóti samning um bann við verslun með tegundir viltra dýra í útrýmingarhættu. Þettur kemur fram í fréttum Bylgjunnar í hádeginu. Barack Obama hefur um sextíu daga til að tilkynna Bandaríkjaþingi hvort hann hyggist beita Íslendinga þvingunum vegna hvalveiða. Samskonar staða kom upp árið 2011 en þá ákvað Obama að beita íslensk stjórnvöld pólitískum þrýstingi. Sigursteinn Másson, fulltrúi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins á Íslandi, býst við harðari aðgerðum nú. „Málið er alvarlegra núna,“ segir Sigursteinn. „Staðan 2011 var sú að þá var að klárast fimm ára kvóti sem þáverandi sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, ákvað að gefa út á langreyðu og hrefnu. Nú þegar það er búið að gefa út nýjan fimm ára kvóta, sem er algjörlega andstætt hagsmunum Íslands, þá er málið litið miklu alvarlegri augum.“Sigursteinn vonar að íslensk stjórnvöld sjái að sér og komi í veg fyrir að hvalveiðar séu stundaðar á hrefnu og langreyði. „Við styðjum að Bandaríkin beiti íslensk stjórnvöld þrýstingi til að þau taki vitrænar ákvarðanir í þessum málum. Við hinsvegar höfum aldrei stutt viðskiptaþvinganir eða efnahagsþvinganir gegn Íslandi. Ég hinsvegar óttast það nú að Bandaríkjamenn sjái sig tilknúna til að vera með ákveðnari þrýsting gegn Íslandi heldur en áður.“Nærri 175 þúsund farþegar fóru í hvalaskoðun hér á landi á árinu 2012. Sigursteinn telur það bestu sjálfbæru nýtinguna á hvalastofnum sem hugsast getur. „Það hefur komið mjög skýrt í ljós að eina raunverulega, sjálfbæra nýtingin á hvalastofnum við Ísland sem gerir Íslandi mjög gott, er hvalaskoðun. Þarna er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira