Formaður flugvallarstarfsmanna gagnrýnir yfirstjórnina fyrir hörku Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. apríl 2014 07:00 Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, segir fráleitt að Isavia sé rekið eins og hvert annað markaðsfyrirtæki. Fréttablaðið/Daníel „Útspilið verður að koma frá þeim,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, eins þriggja stéttarfélaga sem boða vinnustöðvanir hjá Isavia í apríl. Eins og fram hefur komið hafa Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ekki náð samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning fyrir þá 400 meðlimi félaganna sem starfa hjá Isavia. Því eru boðaðar þrjár fimm klukkustunda vinnustöðvanir í apríl og síðan ótímabundið verkfall frá 30. apríl. Kristján segir samtöl við félagsmenn hafa leitt í ljós að „strípaður ASÍ-samningur“ sem feli í sér 2,8 prósenta launahækkun yrði felldur í atkvæðagreiðslu. Launin séu þó aðeins hluti vandans.Alltaf sama falleinkunnin „Það er lélegur starfsandi í þessu fyrirtæki,“ segir Kristján og vitnar til ítrekaðra viðhorfskannana sem gerðar hafa verið meðal starfsmanna Isavia. Síðasta könnunin hafi verið kynnt fyrir nokkrum vikum. „Það er alltaf sama falleinkunnin sem kemur í Keflavík þar sem 57 prósent starfsmanna segjast nú óánægð í starfinu,“ segir Kristján sem kveður starfsfólk bæði ósátt við launin og yfirstjórnina. „Þeir reka rosalega harða starfsmannastefnu og starfsfólkið er orðið langþreytt.“ Aðspurður vill Kristján ekki gefa launakröfur stéttarfélaganna þriggja upp í prósentum. „Við höfum alltaf sagt að við erum til í að taka upp ASÍ-samninginn með viðbótum. Við viljum fá leiðréttingar fyrir þessa hópa sem hafa bæði setið eftir og hafa orðið fyrir miklum breytingum í starfi. Sú farþegafjölgun sem er að skila sér til landsins bitnar á okkar fólki með meira álagi. Það er alveg sama þótt tíu nýliðum sé bætt við, mesta pressan lendir alltaf á þeim sem fyrir eru og kunna starfið.“Vonast eftir stefnubreytingu eftir stjórnarskipti í dag Einnig segir Kristján til þess litið að Isavia sé opinbert hlutafélag sem að öllu leyti sé í eigu ríkisins. „Þeir hafa rekið mjög harða stefnu gagnvart því að umbreyta sér yfir í einhvers konar fyrirtæki á markaði. Það er fráleitt því Isavia er fyrst og fremst fyrirtæki í einokunarstöðu sem skilar tugum eða hundruðum milljóna í arð á ári og við viljum einfaldlega að þeir komi til móts við okkur,“ segir hann. Næsti samningsfundur er á morgun. Kristján kveðst vonast til að málið leysist áður en kemur til fyrstu vinnustöðvunarinnar sem boðuð er 8. apríl. Hann bendir á að aðalfundur Isavia ohf. fari fram í dag. „Þar verða stjórnarskipti. Við skulum vona að það verði einhver pínulítill bautasteinn á leiðinni, að það komi ný stjórn sem markar nýja stefnu. Þetta getur að minnsta kosti ekki versnað.“ Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Útspilið verður að koma frá þeim,“ segir Kristján Jóhannsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins, eins þriggja stéttarfélaga sem boða vinnustöðvanir hjá Isavia í apríl. Eins og fram hefur komið hafa Félag flugmálastarfsmanna ríkisins, Stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna ekki náð samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning fyrir þá 400 meðlimi félaganna sem starfa hjá Isavia. Því eru boðaðar þrjár fimm klukkustunda vinnustöðvanir í apríl og síðan ótímabundið verkfall frá 30. apríl. Kristján segir samtöl við félagsmenn hafa leitt í ljós að „strípaður ASÍ-samningur“ sem feli í sér 2,8 prósenta launahækkun yrði felldur í atkvæðagreiðslu. Launin séu þó aðeins hluti vandans.Alltaf sama falleinkunnin „Það er lélegur starfsandi í þessu fyrirtæki,“ segir Kristján og vitnar til ítrekaðra viðhorfskannana sem gerðar hafa verið meðal starfsmanna Isavia. Síðasta könnunin hafi verið kynnt fyrir nokkrum vikum. „Það er alltaf sama falleinkunnin sem kemur í Keflavík þar sem 57 prósent starfsmanna segjast nú óánægð í starfinu,“ segir Kristján sem kveður starfsfólk bæði ósátt við launin og yfirstjórnina. „Þeir reka rosalega harða starfsmannastefnu og starfsfólkið er orðið langþreytt.“ Aðspurður vill Kristján ekki gefa launakröfur stéttarfélaganna þriggja upp í prósentum. „Við höfum alltaf sagt að við erum til í að taka upp ASÍ-samninginn með viðbótum. Við viljum fá leiðréttingar fyrir þessa hópa sem hafa bæði setið eftir og hafa orðið fyrir miklum breytingum í starfi. Sú farþegafjölgun sem er að skila sér til landsins bitnar á okkar fólki með meira álagi. Það er alveg sama þótt tíu nýliðum sé bætt við, mesta pressan lendir alltaf á þeim sem fyrir eru og kunna starfið.“Vonast eftir stefnubreytingu eftir stjórnarskipti í dag Einnig segir Kristján til þess litið að Isavia sé opinbert hlutafélag sem að öllu leyti sé í eigu ríkisins. „Þeir hafa rekið mjög harða stefnu gagnvart því að umbreyta sér yfir í einhvers konar fyrirtæki á markaði. Það er fráleitt því Isavia er fyrst og fremst fyrirtæki í einokunarstöðu sem skilar tugum eða hundruðum milljóna í arð á ári og við viljum einfaldlega að þeir komi til móts við okkur,“ segir hann. Næsti samningsfundur er á morgun. Kristján kveðst vonast til að málið leysist áður en kemur til fyrstu vinnustöðvunarinnar sem boðuð er 8. apríl. Hann bendir á að aðalfundur Isavia ohf. fari fram í dag. „Þar verða stjórnarskipti. Við skulum vona að það verði einhver pínulítill bautasteinn á leiðinni, að það komi ný stjórn sem markar nýja stefnu. Þetta getur að minnsta kosti ekki versnað.“
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira