Lífið

Stemning í herbúðum Siggu Eyrúnar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Karl Olgeirsson í flippinu.
Karl Olgeirsson í flippinu.
Mikil stemning myndaðist baksviðs á seinni undankeppni Eurovision í gærkvöldi. Spennan var gríðarleg í herbúðum söngkonunnar Siggu Eyrúnar sem flutti lagið Lífið kviknar á ný.

Kærasti hennar, Karl Olgeirsson, fór á kostum baksviðs og skemmti sér og sínum eins og honum einum er lagið.

Lögin Enga fordóma með Pollapönki og Þangað til ég dey með F.U.N.K. komust áfram í úrslitakvöld Söngvakeppninnar en lag Siggu Eyrúnar komst einnig áfram fyrir tilstilli dómnefndar sem og Amor í flutningi Ásdísar Maríu Viðarsdóttur.

Úrslitin fara fram í Háskólabíói næsta laugardagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×