Innlent

Áslaug Arna, Össur og virkur í athugasemdum

Annar þáttur Minnar skoðunnar í stjórn Mikaels Torfasonar fór í loftið í dag. Í þættinum komu fram þau Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sem starfað hefur mikið með ungum Sjálfstæðismönnum. Ræddu þau fréttir og málefni líðandi stundar.

„Svo kemur Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og er gestur dagsins í Hinni hliðinni, en ég ætla að spyrja hann hvernig hann ætlar að sameina Alþýðusambandið aftur og hver staða hans er innan hreyfingarinnar. Það eru átök framundan og Gylfi er það sem maður myndi kalla á ensku „man of the hour“ eða maður dagsins,“ segir Mikael um þáttinn fyrir sýningu.

Hægt er að horfa á þátt dagsins hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×