Kristján Helgi Carrasco varð að játa sig sigraðan gegn sterkum Rússa í fyrstu umferð Evrópumeistaramóts 21 árs og yngri í karate í Portúgal.
Kristján Helgi keppti í 78 kg flokki í kumite og mætti Denis Denisenko frá Rússlandi í fyrstu umferðinni. Eftir jafna viðureign náði Rússinn höggi á Kristján undir sem skilaði honum 1-0 sigri.
Denis tapaði í næstu umferð og átti því Kristján Helgi ekki möguleika á uppreisnarviðureign. Hann hefur því lokið keppni á mótinu.
Kristján Helgi tapaði í fyrstu umferð

Tengdar fréttir

Svana Katla úr leik á EM
Svana Katla Þorsteinsdóttir keppti í morgun á Evrópumeistarmóti 21 árs og yngri í karate en féll úr leik í annarri umferð í keppni í kata.