Ekkert afturkall Katrín Jakobsdóttir skrifar 3. apríl 2014 07:00 Ný lög um náttúruvernd voru samþykkt vorið 2013 og var ætlað að taka gildi þann 1. apríl 2014. Lögin fela í sér mikla framför í lagaumhverfi náttúruverndar og eru skólabókardæmi um hvernig á að standa að vandaðri lagasetningu. Þau byggja á vönduðum undirbúningi með aðkomu fræðimanna og fagaðila og síðan ítarlegri umfjöllun í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem komið var til móts við fjölda athugasemda hagsmunaaðila áður en þau voru samþykkt. Það vakti því reiði og furðu þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, lagði í haust fram frumvarp um að afturkalla þessi nýsamþykktu náttúruverndarlög áður en þau tækju gildi þann 1. apríl 2014. Hefði frumvarp ráðherrans náð fram að ganga hefði fimm ára vinna farið í ruslið og horfið yrði aftur til gildandi náttúruverndarlaga frá 1999 sem eru orðin úrelt þar sem þróun í þessum málaflokki hefur verið hröð. Afturkallsfrumvarpið fékk afar góða, vandaða og málefnalega umfjöllun í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Þar kom í ljós að mun færri og smærri álitamál voru uppi um nýju náttúruverndarlögin en sumir höfðu talið. Ágreiningur um utanvegaakstur og tengd mál reyndist mun minni en látið hafði verið að liggja og skemmra reyndist á milli skoðana á ákvæðum um varúðarreglu og sérstaka vernd en virtist í upphafi. Þá voru nefndarmenn sammála um mikilvægi almannaréttarins sem almenningur er nú orðinn meðvitaðri um eftir að hugmyndir um gjaldtöku við helstu náttúruperlur þjóðarinnar fóru á flug. Nefndin náði að lokum saman um þá málamiðlun að hafna afturkallinu, fallast á að byggja á heildarhugmyndafræði hinna nýju laga og fresta gildistöku þeirra til 1. júlí 2015 þannig að hægt sé að vinna að úrbótum í samstarfi við ráðherra og skapa varanlega sátt um málið. Þó að ég hefði helst viljað að ný lög tækju gildi nú 1. apríl er ég sátt við niðurstöðu nefndarinnar. Afturkall umhverfis- og auðlindaráðherra er út af borðinu og stefnt er að því að ný og framsækin náttúruverndarlög taki gildi árið 2015. Það skiptir svo sannarlega máli fyrir íslenska náttúru og íslenska þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Ný lög um náttúruvernd voru samþykkt vorið 2013 og var ætlað að taka gildi þann 1. apríl 2014. Lögin fela í sér mikla framför í lagaumhverfi náttúruverndar og eru skólabókardæmi um hvernig á að standa að vandaðri lagasetningu. Þau byggja á vönduðum undirbúningi með aðkomu fræðimanna og fagaðila og síðan ítarlegri umfjöllun í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem komið var til móts við fjölda athugasemda hagsmunaaðila áður en þau voru samþykkt. Það vakti því reiði og furðu þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, lagði í haust fram frumvarp um að afturkalla þessi nýsamþykktu náttúruverndarlög áður en þau tækju gildi þann 1. apríl 2014. Hefði frumvarp ráðherrans náð fram að ganga hefði fimm ára vinna farið í ruslið og horfið yrði aftur til gildandi náttúruverndarlaga frá 1999 sem eru orðin úrelt þar sem þróun í þessum málaflokki hefur verið hröð. Afturkallsfrumvarpið fékk afar góða, vandaða og málefnalega umfjöllun í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Þar kom í ljós að mun færri og smærri álitamál voru uppi um nýju náttúruverndarlögin en sumir höfðu talið. Ágreiningur um utanvegaakstur og tengd mál reyndist mun minni en látið hafði verið að liggja og skemmra reyndist á milli skoðana á ákvæðum um varúðarreglu og sérstaka vernd en virtist í upphafi. Þá voru nefndarmenn sammála um mikilvægi almannaréttarins sem almenningur er nú orðinn meðvitaðri um eftir að hugmyndir um gjaldtöku við helstu náttúruperlur þjóðarinnar fóru á flug. Nefndin náði að lokum saman um þá málamiðlun að hafna afturkallinu, fallast á að byggja á heildarhugmyndafræði hinna nýju laga og fresta gildistöku þeirra til 1. júlí 2015 þannig að hægt sé að vinna að úrbótum í samstarfi við ráðherra og skapa varanlega sátt um málið. Þó að ég hefði helst viljað að ný lög tækju gildi nú 1. apríl er ég sátt við niðurstöðu nefndarinnar. Afturkall umhverfis- og auðlindaráðherra er út af borðinu og stefnt er að því að ný og framsækin náttúruverndarlög taki gildi árið 2015. Það skiptir svo sannarlega máli fyrir íslenska náttúru og íslenska þjóð.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun