Handbolti

Aron gerði þriggja ára samning við Kolding

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Kristjánsson verður bæði þjálfari Kolding og Íslands.
Aron Kristjánsson verður bæði þjálfari Kolding og Íslands. vísir/getty
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, er búinn að gera þriggja ára samning við danska meistaraliðið KIF Kolding en hann var kynntur til leiks hjá félaginu á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag.

Aron tók við liðinu vegna veikinda þjálfara þess á miðri síðustu leiktíð og vann bæði danska meistaratitilinn og danska bikarinn með því. Fljótlega lýsti KIF Kolding yfir áhuga á að halda Aroni áfram og er það nú orðið staðfest.

Hann var kynntur til leiks ásamt tveimur aðstoðarþjálfurum sínum, Dananum HenrikKronborg og Bosníumanninum BilalSunam. KIF æfir og keppir á tveimur stöðum og er því mikilvægt fyrir Aron að vera með góða menn í kringum sig.

Aron á fundinum í dag.Mynd/Skjáskot
„Ég er mjög ánægður með þetta,“ sagði Aron á blaðamannafundinum í dag þegar JensBoesen, forseti félagsins, hætti loksins að tala og rétti Aroni hljóðnemann.

„Það var gaman að vinna tvo titla í fyrra. Liðið stóð sig alveg frábærlega, en í því var mikill sigurvilji og við unnum báða þá titla sem í boði voru í Danmörku. Þjálfaraliðið vann vel saman og ég vil líka þakka öllum áhorfendunum. Ég hlakka til næstu þriggja ára,“ sagði Aron.

Aron missir nokkra sterka leikmenn úr liðinu en á fundinum voru kvaddir þeir SörenWestphal, StefanHundstrup, spænski hornamaðurinn AlbertRocas og hinn litríki JoachimBoldsen sem leggur nú skóna á hilluna.

Aftur á móti voru kynntir þrír nýir leikmenn félagsins; MarcusCleverley, MartinDalk og hornamaðurinn MagnusLandin, bróðir landsliðsmarkvarðarins NiklasLandin.

Aron mun áfram starfa sem landsliðsþjálfari Íslands en hann er með samning fram til 2016.


Tengdar fréttir

Aron ráðinn þjálfari Kolding

Forráðamenn danska meistaraliðsins Kolding hafa boðað til blaðamannafundar í Kaupmannahöfn á morgun þar sem tilkynnt verður að Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari verði áfram í herbúðum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×