Lífið

Reykjavíkurdætur troða upp í kvöld

Hljómsveitin Reykjavíkurdætur flytur rímur á Lofti Hosteli í kvöld.

Reykjavíkurdætur er rappflokkur sem samanstendur af nokkrum konum sem koma úr ólíkum áttum en kynntust í gegnum sameiginlegan áhuga sinn á rappi.

Þær héldu nýverið rappkvennakvöld á Ellefunni þar sem mætingin var langt framar vonum, en staðurinn troðfylltist.

Síðan þá hafa þær vakið verðskuldaða athygli en þær hafa nú haldið tvö rappkvennakvöld og gefið út eitt myndband við frumsamið lag.

Flokkurinn stefnir á splunkunýtt lag og myndband í mars og þangað til munu þær rappa á nokkrum tónleikum.

Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan átta og er aðgangur ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.