Lífið

Sleit samstarfi við Oxfam

Ugla Egilsdóttir skrifar
Scarlett Johansson.
Scarlett Johansson.
Scarlett Johansson sleit samstarfi við Oxfam International vegna ágreinings um viðskipti við Ísrael. Scarlett hefur verið góðgerðarsendiherra samtakanna um átta ára skeið.

Samtökin voru ósátt við samning sem Scarlett gerði við fyrirtækið SodaStream International. Scarlett kemur til með að leika í auglýsingu fyrir fyrirtækið. SodaStream er með verksmiðju á svæði sem Ísraelar hertóku á Vesturbakkanum árið 1967.

Oxfam sagði að það færi ekki saman að vera góðgerðarsendiherra hjá þeim og leika í auglýsingu fyrir SodaStream, því Oxfam International er á móti viðskiptum við Ísraelsríki, vegna framkomu þess við Palestínumenn. Scarlett sagði því af sér sem góðgerðarsendiherra. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.