Lífið

Veita bókmenntaverðlaun aftur í tímann

The Bell Jar eftir Sylviu Plath er ein þeirra bóka sem bókasíðan Bookslut vill tilnefna sem bestu bók ársins 1963.
The Bell Jar eftir Sylviu Plath er ein þeirra bóka sem bókasíðan Bookslut vill tilnefna sem bestu bók ársins 1963.
John Updike hefði ekki átt að fá National Book Award bókmenntaverðlaunin árið 1964 samkvæmt frumkvöðlum nýrra breskra bókmenntaverðlauna sem virka aftur í tímann. Markmiðið með verðlaununum er að leiðrétta fimmtíu ára gamalt ranglæti og tilnefna bækur eins og The Bell Jar eftir Sylviu Plath og V eftir Thomas Pynchon til verðlauna fyrir bækur útgefnar 1963.



Verðlaunin munu nefnast The Daphnes og fyrir þeim stendur bókasíðan Bookslut. „Ef maður lítur til baka og skoðar hvaða bækur hafa fengið Pulitzer og National Book Awards verðlaunin í gegnum tíðina sér maður að það var alltaf röng bók sem vann,“ skrifar ritstjóri síðunnar, Jessa Crispin. „Bókmenntaverðlaun fagna oftast meðalmennskunni,“ hefur The Guardian eftir henni.



Lesendur geta lagt sitt af mörkum með því að tilnefna bækur útgefnar árið 1963, enda segir Crispin erfitt að nálgast tæmandi útgáfulista svo langt aftur í tímann, einkum bækur sem ekki voru gefnar út í Bretlandi eða Bandaríkjunum.

Tilnefningar verða tilkynntar í næsta mánuði og sömuleiðis hverjir skipa dómnefndina. vonast Crispin til að verðlaunin verði veitt árlega héðan af „ef allt gengur vel“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.