Lífið

Lestu þetta ef þú leitar að sannri ást

Ellý Ármanns skrifar
Halla Himintungl.
Halla Himintungl. mynd/Sigríður Ella Frímannsdóttir
Í dag er nýtt tungl í vatnsberamerkinu sem er táknrænt fyrir óskilyrta ást þess vegna er tilvalið fyrir þá sem leitast við að finna ástina að brugga ástargaldur fyrir dagslok.   Við leituðum til Höllu Himintungls stjörnufræðings sem gaf okkur uppskrift að ástargaldri sem virkar að hennar sögn.



Uppskrift að ástargaldri

1 meter af bleikum borða

1 saltstaukur

1 piparstaukur

Aðferð: 

Byrja þarf á að ákveða hvor staukurinn sé táknrænn annars vegar fyrir konu og hins vegar fyrir mann, annars standa báðir staukarnir fyrir sama kyn ef viðkomandi er samkynhneigður. Nú er komið að framkvæmd galdursins, fara verður með eftirfarandi galdraþulu um leið og sitt hvor endi bleika borðans er bundinn utan um staukana. Þulan hljóðar svona: 

„Með bleikum borða bind ég þig, svo sönn ást megi finna mig, á þann galdrahátt að engum geri hvorki harm né neikvæðan mátt."

Næsta morgun leysir þú bleika borðann utan af staukunum, færir þá eilítið nær hvor öðrum og ferð með galdraþuluna um leið og þú bindur borðann aftur utan um staukana. Þetta endurtekur þú daglega í næstu sex daga. Á sjöunda degi (nákvæmlega 1 viku frá nýju tungli) eiga staukarnir að snertast. Það er að segja nú bindur þú þá saman - þulunni má ei gleyma en hana þarf að fara með um leið og þú sameinar staukana í eina innbundna ástartöfraheild.

Síðan leyfir þú galdrinum að vera ósnertum þar til nótt næsta fulla tungls brestur á (sem er einni viku síðar) þá leysir þú bleika borðann og þá fara töfrarnir á stjá. Hugsanlega fer einhver yndisleg manneskja að birtast í lífi þínu áður en langt um líður. Í lengsta falli gæti liðið eitt ár þar til galdurinn skilar sér í hjartahlýrri ást og hamingju. 



Dragðu tarotspil á Lífinu hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.