Lífið

Heiðra Brian de Palma

Scarface með Al Pacino er ein myndanna sem sýnd verður á Svörtum sunnudegi.
Scarface með Al Pacino er ein myndanna sem sýnd verður á Svörtum sunnudegi.
Svartir sunnudagar heiðra meistara Brian De Palma í Bíó Paradís um helgina en þá verða sýndar þrjár mynda hans frá föstudegi til sunnudags; Dressed to Kill, Scarface og Blow Out.

Ásgrímur Sverrisson skrifar af því tilefni grein á heimasíðu Bíós Paradísar og segir meðal annars: De Palma er óhætt að kalla einn af meistum bandarískra kvikmynda á ofanverðri tuttugustu öldinni en hann er hluti af þeim hópi leikstjóra sem taldir eru til „seinni gullaldar Hollywood“ og má segja að hafi staðið frá síðari hluta sjöunda áratugsins fram að lokum þess áttunda.



De Palma vísar ófeiminn í kvikmyndasöguna í myndum sínum, sérstaklega var það áberandi framan af og þá ekki síst speglun hans á verkum Hitc hcock. Dressed to Kill (1980) vísar til dæmis mjög til Psycho og Obsession (1976) til Vertigo. Í Blow Out (1981) kinkar hann svo kolli til Blow-Up Antonionis en einnig The Conversation félaga síns Coppola. Scarface (1983) er svo endurgerð á samnefndri mynd Howard Hawks frá 1932. Þá má einnig nefna atriðið á tröppum lestarstöðvarinnar í The Untouchables (1987) sem er vísun í hið fræga atriði úr Beitiskipinu Potemkin (1925) eftir Sergei Eisenstein.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.