Skilyrði sölu að útgerðin verði áfram á Seyðisfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2014 17:28 Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. Á Seyðisfirði hefur togarinn Gullver landað fyrir frystihús Brimbergs. Saman hafa þau haft sextíu starfsmenn og rekin undir stjórn Adolfs Guðmundssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna. Í dag var tilkynnt að Síldarvinnslan í Neskaupstað hefði keypt þessa tvo burðarása Seyðisfjarðar, með fyrirvara um samþykki Samkeppnisstofnunar. Samtímis skýrði Adolf frá því að hann hygðist láta af formennsku LÍÚ á aðalfundi síðar í mánuðinum.Adolf Guðmundsson, útgerðarmaður á Seyðisfirði og fomaður LÍÚ.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Adolf segir seljendur hafa sett það skilyrði að útgerð og vinnsla yrðu áfram á Seyðisfirði og kveðst hann hafa fulla trú á því að starfsemin verði treyst þegar eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins taki við. Eigendur voni að þetta verði til þess að samfélagið eflist á Seyðisfirði. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar, Arnbjörg Sveinsdóttir, segir heimamenn hafa gert sér grein fyrir því að það hlyti að koma að þessu. Hvorki hafi verið hægt að reka togarann né frystihúsið á fullum afköstum, til þess væru aflaheimildir of litlar. Einnig spili veiðigjöld inn í þessa ákvörðun.Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.Mynd/Stöð 2.Í því ljósi segir Arnbjörg að þetta sé sennilega það besta sem gat gerst. Síldarvinnslan sé þegar með starfsemi á Seyðisfirði, ráðamenn hennar segist ætla að efla reksturinn þar, og kveðst Arnbjörg ekki hafa neina ástæðu til að ætla annað en að þeir geri þetta af fullum heilindum. Arnbjörg segir þó að þetta séu blendnar tilfinningar enda sé þetta 55 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki Seyðfirðinga. Tengdar fréttir Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. 11. nóvember 2013 18:00 Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24 Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. 12. nóvember 2013 14:30 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Togarinn og frystihúsið, burðarásar Seyðisfjarðar, hafa verið seld til Síldarvinnslunnar. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar segir að þetta sé kannski það besta sem gat gerst. Á Seyðisfirði hefur togarinn Gullver landað fyrir frystihús Brimbergs. Saman hafa þau haft sextíu starfsmenn og rekin undir stjórn Adolfs Guðmundssonar, formanns Landssambands íslenskra útvegsmanna. Í dag var tilkynnt að Síldarvinnslan í Neskaupstað hefði keypt þessa tvo burðarása Seyðisfjarðar, með fyrirvara um samþykki Samkeppnisstofnunar. Samtímis skýrði Adolf frá því að hann hygðist láta af formennsku LÍÚ á aðalfundi síðar í mánuðinum.Adolf Guðmundsson, útgerðarmaður á Seyðisfirði og fomaður LÍÚ.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Adolf segir seljendur hafa sett það skilyrði að útgerð og vinnsla yrðu áfram á Seyðisfirði og kveðst hann hafa fulla trú á því að starfsemin verði treyst þegar eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins taki við. Eigendur voni að þetta verði til þess að samfélagið eflist á Seyðisfirði. Forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar, Arnbjörg Sveinsdóttir, segir heimamenn hafa gert sér grein fyrir því að það hlyti að koma að þessu. Hvorki hafi verið hægt að reka togarann né frystihúsið á fullum afköstum, til þess væru aflaheimildir of litlar. Einnig spili veiðigjöld inn í þessa ákvörðun.Arnbjörg Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.Mynd/Stöð 2.Í því ljósi segir Arnbjörg að þetta sé sennilega það besta sem gat gerst. Síldarvinnslan sé þegar með starfsemi á Seyðisfirði, ráðamenn hennar segist ætla að efla reksturinn þar, og kveðst Arnbjörg ekki hafa neina ástæðu til að ætla annað en að þeir geri þetta af fullum heilindum. Arnbjörg segir þó að þetta séu blendnar tilfinningar enda sé þetta 55 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki Seyðfirðinga.
Tengdar fréttir Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. 11. nóvember 2013 18:00 Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24 Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. 12. nóvember 2013 14:30 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Segir sextíu störf tapast frá Seyðisfirði við óbreytt gjöld Ef veiðigjöld hefðu ekki verið lækkuð frá ákvörðun síðustu ríkisstjórnar hefði útgerðarmaður togarans, sem heldur uppi fiskvinnslu á Seyðisfirði, lagt til við eigendur að hætta rekstrinum. 11. nóvember 2013 18:00
Síldarvinnslan kaupir öll hlutabréf í Gullbergi Gullberg gerir út togarann Gullver NS 12, en samhliða kaupum á togaranum keypti Síldarvinnslan húsnæði og búnað Brimbergs til fiskvinnslu á Seyðisfirði. 1. október 2014 11:24
Formaður LÍÚ til starfa á ný eftir veikindaleyfi Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna og útgerðarmaður togarans Gullvers á Seyðisfirði, greindi frá því í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að hann hefði þurft að taka sér tveggja mánaða veikindaleyfi frá störfum í haust vegna krabbameinsmeðferðar. 12. nóvember 2013 14:30