Íslenski boltinn

Uppselt í stóru stúkuna í Krikanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stuðningsmenn FH hafa fengið að kaupa miða í dag.
Stuðningsmenn FH hafa fengið að kaupa miða í dag. vísir/stefán
Forsala miða á úrslitaleik FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla hófst í dag og hafa miðarnir rokið út.

Uppselt er í stóru stúkuna (yfirbyggðu) nú þegar, en hún tekur ríflega 2.000 manns í sæti. Miðar í boði eru um 6.000. Samkvæmt fréttatilkynningu frá FH-ingum hafa 3.200 miðar verið seldir og því ríflega helmingur miða farinn.

Í dag hafa bakhjarlar FH fengið að kaupa miða og þá fengu Stjörnumenn sína miða afhenta til sölu fyrir félagsmenn. Almenn forsala hefst á morgun klukkan 09.00 í Kaplakrika.

Leikur FH og Stjörnunnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en hann verður hluti af ellefu tíma dagskrá á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Bödker: Scholz var sá besti

Hendryk Bödker, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, er maðurinn á bak við þá sterku tengingu sem liðið hefur átt við danska knattspyrnumenn undanfarin ár.

Sögulegur afmælisdagur Atla

FH-ingurinn Atli Guðnason hefur náð bæði markaþrennu og stoðsendingaþrennu á einum mánuði en framganga hans í lokakafla Íslandsmótsins á mestan þátt í því að FH-liðið er aðeins einu stigi frá titlinum.

Ekki hægt að kaupa miða á úrslitaleikinn á leikdegi

FH og Stjarnan mætast á laugardaginn í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í fótbolta en leikurinn fer fram klukkan 16.00 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. FH-ingar eru búnir að skipta upp stúkunum og fyrirkomulag við sölu miða á leikinn verður með sérstökum hætti. Almenn forsala hefst í Kaplakrika á fimmtudagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×