Rasmus: Stefán Logi búinn að tala við mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2014 14:06 Rasmus Christiansen var gerður að fyrirliða ÍBV. vísir/vilhelm Danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen, sem lék í þrjú sumur við góðan orðstír hjá ÍBV í Pepsi-deild karla í knattspyrnu frá 2010-2012 hefur verið sterklega orðaður við endurkomu til Íslands að undanförnu og þá helst til KR sem ætlar að styrkja varnarlínu sína í vetur. Rasmus gekk í raðir norska B-deildarliðsins Ullensaker/Kisa fyrir tveimur árum og spilaði þar með Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR, á síðustu leiktíð. „KR er flottur klúbbur og ég þekki Stefán Loga mjög vel. Hann er búinn að segja mér flotta hluti um KR, en ég get ekki sagt í dag að ég sé á leiðinni í KR. Það væri lygi,“ segir Rasmus í samtali við Vísi.Stefán Logi Magnússon.vísir/stefánSamningur Danans við Ull/Kisa rennur út í desember og vill hann komast frá liðinu sem er að falla niður í C-deildina í Noregi. Hann er þó ekki sérstakri samningsstöðu vegna alvarlegra meiðsla. „Ég sleit krossband í maí og fór í aðgerð í júní. Draumurinn er að fara í betri deild en það gæti verið erfitt vegna meiðslanna. Það er kannski smá séns á að lið í úrvalsdeildinni bjóði mér samning. Ull/Kisa er búið að bjóða mér nýjan samning en það er ekkert spennandi að vera hér áfram,“ segir Rasmus. Miðvörðurinn öflugi er opinn fyrir því að koma til Íslands og KR kemur vel til greina. Hann hefur ekki talað formlega við Rúnar Kristinsson eða forsvarsmenn félagsins, en hefur sem fyrr segir verið í sambandi við vin sinn Stefán Loga. „Það gekk mjög vel hjá okkur Stefáni Loga að spila saman og við höfum spjallað mikið saman um það. Ég fór í heimsókn til hans og æfði aðeins með KR en það var ekkert meira en það,“ segir Rasmus sem vonast til að komast aftur af stað í janúar. „Það er alveg möguleiki að fara aftur til Ísland. Það er kannski fín hugmynd til að fá hnéð aftur í gang. Ef maður getur byrjað að æfa í janúar og tímabilið hefst ekki fyrr en í maí hentar það vel til að passa að krossbandið sé í lagi. Mér líst líka vel á að koma aftur til Íslands. Ég þekki mikið af fólki þar og líður vel á Íslandi,“ segir Rasmus Christiansen. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen, sem lék í þrjú sumur við góðan orðstír hjá ÍBV í Pepsi-deild karla í knattspyrnu frá 2010-2012 hefur verið sterklega orðaður við endurkomu til Íslands að undanförnu og þá helst til KR sem ætlar að styrkja varnarlínu sína í vetur. Rasmus gekk í raðir norska B-deildarliðsins Ullensaker/Kisa fyrir tveimur árum og spilaði þar með Stefáni Loga Magnússyni, markverði KR, á síðustu leiktíð. „KR er flottur klúbbur og ég þekki Stefán Loga mjög vel. Hann er búinn að segja mér flotta hluti um KR, en ég get ekki sagt í dag að ég sé á leiðinni í KR. Það væri lygi,“ segir Rasmus í samtali við Vísi.Stefán Logi Magnússon.vísir/stefánSamningur Danans við Ull/Kisa rennur út í desember og vill hann komast frá liðinu sem er að falla niður í C-deildina í Noregi. Hann er þó ekki sérstakri samningsstöðu vegna alvarlegra meiðsla. „Ég sleit krossband í maí og fór í aðgerð í júní. Draumurinn er að fara í betri deild en það gæti verið erfitt vegna meiðslanna. Það er kannski smá séns á að lið í úrvalsdeildinni bjóði mér samning. Ull/Kisa er búið að bjóða mér nýjan samning en það er ekkert spennandi að vera hér áfram,“ segir Rasmus. Miðvörðurinn öflugi er opinn fyrir því að koma til Íslands og KR kemur vel til greina. Hann hefur ekki talað formlega við Rúnar Kristinsson eða forsvarsmenn félagsins, en hefur sem fyrr segir verið í sambandi við vin sinn Stefán Loga. „Það gekk mjög vel hjá okkur Stefáni Loga að spila saman og við höfum spjallað mikið saman um það. Ég fór í heimsókn til hans og æfði aðeins með KR en það var ekkert meira en það,“ segir Rasmus sem vonast til að komast aftur af stað í janúar. „Það er alveg möguleiki að fara aftur til Ísland. Það er kannski fín hugmynd til að fá hnéð aftur í gang. Ef maður getur byrjað að æfa í janúar og tímabilið hefst ekki fyrr en í maí hentar það vel til að passa að krossbandið sé í lagi. Mér líst líka vel á að koma aftur til Íslands. Ég þekki mikið af fólki þar og líður vel á Íslandi,“ segir Rasmus Christiansen.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira