Íslendingar í sex neðstu liðum sænsku úrvalsdeildarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. október 2014 23:30 Kristinn Steindórsson og félagar í Halmstad eru í sjötta neðsta sæti en þó í fínum málum. mynd/hbk.se Þegar fjórar umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sex neðstu liðin í deildinni „Íslendingalið“. Í heildina spila íslenskir knattspyrnumenn með átta liðum af sextán í deildinni; eitt er í toppbaráttunni, annað um miðja deild og hin sex í neðstu sætunum sem fyrr segir. Brommapojkarna, sem bakvörðurinn KristinnJónsson leikur með, er á botninum með aðeins níu stig og er fallið úr deildinni þar sem næstu lið eru með 26 stig og aðeins tólf stig eftir í pottinum.Arnór Ingvi Traustason.mynd/norrköpingNorrköping (Arnór Ingvi Traustason), Falkenberg (Halldór Orri Björnsson) og Gefle (Skúli Jón Friðgeirsson) eru í sætum 13-16 og öll með 26 stig í harðri fallbaráttu og nokkuð líklegt að eitt þeirra fari a.m.k. í umspil um áframhaldandi veru í efstu deild. Þar fyrir ofan í tólfta sæti er lið Mjällby sem miðvörðurinn GuðmannÞórisson leikur með, en það er með 28 stig og einnig í mikilli fallhættu. Halmstad, með þá Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson innanborðs, er þar fyrir ofan í ellefta sæti en þó með 33 stig og í mun betri málum.Hjálmar Jónsson og félagar hans í stórliðinu IFK Gautaborg eru við hinn enda töflurnnar í öðru sæti með 47 stig, níu stigum á eftir verðandi meisturum Malmö. Hjálmar, sem hefur verið fastamaður í vörn liðsins undanfarin ár, hefur aðeins spilað níu leiki í deildinni til þessa. Helsingborg er svo í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinar með 36 stig og laust við falldrauginn, en með því spila Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson sem kom til þess á miðri leiktíð og hefur slegið í gegn. Kalmar og Åtvidaberg eru í níunda og tíunda sæti á milli Helsingborg og Halmstad með 35 og 34 stig og nokkuð örugg um áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni. Það virðist nokkuð augljóst að tvö Íslendingalið fara niður í B-deildina og annað fer í umspilið við lið úr B-deildinni. Það er einmitt Íslendingaliðið Sundsvall sem er í þriðja sæti B-deildarinnar sem stendur þegar fjórar umferðir eru eftir í henni. Það gæti því mætt öðru Íslendingaliði í umspilinu þriðja árið í röð, en Halmstad og Sundsvall mættust í fyrra og árið þar áður. Með Sundsvall leika þeir Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Guðni Fjóluson. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Þegar fjórar umferðir eru eftir af sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sex neðstu liðin í deildinni „Íslendingalið“. Í heildina spila íslenskir knattspyrnumenn með átta liðum af sextán í deildinni; eitt er í toppbaráttunni, annað um miðja deild og hin sex í neðstu sætunum sem fyrr segir. Brommapojkarna, sem bakvörðurinn KristinnJónsson leikur með, er á botninum með aðeins níu stig og er fallið úr deildinni þar sem næstu lið eru með 26 stig og aðeins tólf stig eftir í pottinum.Arnór Ingvi Traustason.mynd/norrköpingNorrköping (Arnór Ingvi Traustason), Falkenberg (Halldór Orri Björnsson) og Gefle (Skúli Jón Friðgeirsson) eru í sætum 13-16 og öll með 26 stig í harðri fallbaráttu og nokkuð líklegt að eitt þeirra fari a.m.k. í umspil um áframhaldandi veru í efstu deild. Þar fyrir ofan í tólfta sæti er lið Mjällby sem miðvörðurinn GuðmannÞórisson leikur með, en það er með 28 stig og einnig í mikilli fallhættu. Halmstad, með þá Guðjón Baldvinsson og Kristinn Steindórsson innanborðs, er þar fyrir ofan í ellefta sæti en þó með 33 stig og í mun betri málum.Hjálmar Jónsson og félagar hans í stórliðinu IFK Gautaborg eru við hinn enda töflurnnar í öðru sæti með 47 stig, níu stigum á eftir verðandi meisturum Malmö. Hjálmar, sem hefur verið fastamaður í vörn liðsins undanfarin ár, hefur aðeins spilað níu leiki í deildinni til þessa. Helsingborg er svo í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinar með 36 stig og laust við falldrauginn, en með því spila Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson sem kom til þess á miðri leiktíð og hefur slegið í gegn. Kalmar og Åtvidaberg eru í níunda og tíunda sæti á milli Helsingborg og Halmstad með 35 og 34 stig og nokkuð örugg um áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni. Það virðist nokkuð augljóst að tvö Íslendingalið fara niður í B-deildina og annað fer í umspilið við lið úr B-deildinni. Það er einmitt Íslendingaliðið Sundsvall sem er í þriðja sæti B-deildarinnar sem stendur þegar fjórar umferðir eru eftir í henni. Það gæti því mætt öðru Íslendingaliði í umspilinu þriðja árið í röð, en Halmstad og Sundsvall mættust í fyrra og árið þar áður. Með Sundsvall leika þeir Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Guðni Fjóluson.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira