Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Jóhanna Margrét Einarsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifar 1. október 2014 00:01 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að það eigi að flytja opinber störf út á land. Fréttablaðið/GVA Allar líkur eru á að ný stjórnsýslustofnun sem á að taka yfir málefni Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs, réttargæslumanna fatlaðs fólks auk verkefna sem félagsmálaráðuneytið sinnir, verði höfð á landsbyggðinni. „Það er talað um mikilvægi þess í stjórnarsáttmálanum að flytja opinber störf út á land,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Eygló hefur skipað nefnd til að endurskoða stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Í erindisbréfi nefndarinnar segir að hún eigi að vinna að nauðsynlegum lagabreytingum, leggja fram tillögur að nýrri stjórnsýslustofnun, staðsetningu höfuðstöðva hennar og annarra starfsstöðva.Þóroddur Bjarnason.Formaður nefndarinnar er Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Þóroddur segir að samkvæmt byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar eigi að stefna að því að draga úr ójafnri dreifingu ríkisstarfa um landið. „Þetta hefur náttúrulega verið töluvert í umræðunni. Menn hafa talað um að það sé auðveldara að gera það með nýjar stofnanir en gamlar. Hér er auðvitað ný stofnun á ferðinni og augljóst mál að það þarf að skoða það hvort þetta sé dæmi um nýja stofnun sem gæti verið annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Það er alls ekki víst og það þarf að tala við alla aðila og kanna málið vandlega,“ segir Þóroddur. Eygló Harðardóttir segir að með þessu vonist hún til að það verði hægt að bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. Hún segir að það hafi komið fram fjölmargar ábendingar um að það séu ýmsar brotalamir þegar kemur að þessum málaflokkum. Eygló Harðardóttir„Það eru ekki til nein viðmið um hvað sé góð félagsþjónusta eða barnavernd. Það þarf að skilgreina það. Það verður að koma upp sérstökum gæðastöðlum á þessum sviðum, líkt og menn hafa gert í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Eygló. Hún segir að það sé þar af leiðandi mjög mikilvægt að koma á laggirnar sérstakri stjórnsýslustofnun sem hefði það verkefni með höndum að styðja við sveitarfélögin og tryggja að þjónusta þeirra á sviði barnaverndar og félagsþjónustu verði með sem bestum hætti. Þóroddur segir að vinna nefndarinnar snúist fyrst og fremst um skjólstæðingana. „Þetta er spurning um það hvernig við getum tryggt sem best þá þjónustu fyrir þá sem hennar njóta um allt land. Þá er þetta spurning um það hvernig við stillum af þessi samskipti milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir Þóroddur. Tengdar fréttir Vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála. 3. október 2014 12:59 Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Allar líkur eru á að ný stjórnsýslustofnun sem á að taka yfir málefni Barnaverndarstofu, Fjölmenningarseturs, réttargæslumanna fatlaðs fólks auk verkefna sem félagsmálaráðuneytið sinnir, verði höfð á landsbyggðinni. „Það er talað um mikilvægi þess í stjórnarsáttmálanum að flytja opinber störf út á land,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Eygló hefur skipað nefnd til að endurskoða stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar. Í erindisbréfi nefndarinnar segir að hún eigi að vinna að nauðsynlegum lagabreytingum, leggja fram tillögur að nýrri stjórnsýslustofnun, staðsetningu höfuðstöðva hennar og annarra starfsstöðva.Þóroddur Bjarnason.Formaður nefndarinnar er Þóroddur Bjarnason, formaður stjórnar Byggðastofnunar. Þóroddur segir að samkvæmt byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar eigi að stefna að því að draga úr ójafnri dreifingu ríkisstarfa um landið. „Þetta hefur náttúrulega verið töluvert í umræðunni. Menn hafa talað um að það sé auðveldara að gera það með nýjar stofnanir en gamlar. Hér er auðvitað ný stofnun á ferðinni og augljóst mál að það þarf að skoða það hvort þetta sé dæmi um nýja stofnun sem gæti verið annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Það er alls ekki víst og það þarf að tala við alla aðila og kanna málið vandlega,“ segir Þóroddur. Eygló Harðardóttir segir að með þessu vonist hún til að það verði hægt að bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. Hún segir að það hafi komið fram fjölmargar ábendingar um að það séu ýmsar brotalamir þegar kemur að þessum málaflokkum. Eygló Harðardóttir„Það eru ekki til nein viðmið um hvað sé góð félagsþjónusta eða barnavernd. Það þarf að skilgreina það. Það verður að koma upp sérstökum gæðastöðlum á þessum sviðum, líkt og menn hafa gert í heilbrigðisþjónustunni,“ segir Eygló. Hún segir að það sé þar af leiðandi mjög mikilvægt að koma á laggirnar sérstakri stjórnsýslustofnun sem hefði það verkefni með höndum að styðja við sveitarfélögin og tryggja að þjónusta þeirra á sviði barnaverndar og félagsþjónustu verði með sem bestum hætti. Þóroddur segir að vinna nefndarinnar snúist fyrst og fremst um skjólstæðingana. „Þetta er spurning um það hvernig við getum tryggt sem best þá þjónustu fyrir þá sem hennar njóta um allt land. Þá er þetta spurning um það hvernig við stillum af þessi samskipti milli ríkis og sveitarfélaga,“ segir Þóroddur.
Tengdar fréttir Vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála. 3. október 2014 12:59 Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála. 3. október 2014 12:59
Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29