Hinir vammlausu Sigurjón M. Egilsson skrifar 1. október 2014 07:30 Mikið hefur farið fyrir Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, vegna mjólkurmálsins. Í viðtali við Vísi sagði Guðni orðrétt: „…þar sem ég kom fram með upplýsingar beint frá Ásmundi Stefánssyni, sem var vammlaus verkalýðsleiðtogi og svo bankastjóri Landsbankans á erfiðustu tímum Íslandssögunnar. Hann sagði klárt mál að öll þau viðskipti hefðu farið fram á bankalegum forsendum.“ Þarna er Guðni að tala um viðskipti Ólafs Magnússonar, áður í Mjólku, og Landsbankans, banka sem Ásmundur Stefánsson stýrði skamma stund eftir hrun. Af orðum Guðna má ráða að Ásmundi hafi þótt við hæfi að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um viðskipti Ólafs og bankans. Má þetta? Eru fyrrverandi bankastjórar fríir frá bankaleynd? Og ef Ásmundur dreifir slíkum upplýsingum til birtingar í fjölmiðlum er nærtækast að spyrja hvort aðrar upplýsingar, og viðkvæmari, um annað fólk og önnur viðskipti séu einnig á vitorði fyrrverandi ráðamanna, eða núverandi eða bara hvers sem er. Hverjir eru vammlausir? Eitt er að lagasmiðurinn Guðni gangi fram fyrir skjöldu og verji afleiðingar laganna, og það í umboði þeirra sem nutu góðs af þeim. Annað er og af allt öðrum meiði að í þeirri baráttu sé unnt að opinbera fyrir alþjóð upplýsingar um bankaviðskipti fólks og fyrirtækja. Mjólkurmálið ætlar að geta af sér skuggahliðar. Spurning um trúnað fyrrverandi bankastjóra er meðal þeirra og það verður að gera þá kröfu að áragömul bankaviðskipti rati ekki í átök eða dægurþras. Bankamenn verða að vera ærlegri en svo að þeir láti undan ráðafólki, núverandi og fyrrverandi, og láti því í té upplýsingar um hvernig einn eða annar stóð sig gagnvart viðskiptabankanum. Ef þeir eru vammlausir, þá er spurt hvort þeir hafi leikið leikinn án þess að sjá fyrir endann á honum. Vissir í sinni sök. Nýjasta staðan er sú að frá Seljavöllum heyrist rödd Egils Eiríkssonar, sem á sæti í fulltrúaráði Auðhumlu. Egill er ákveðinn. Hann segir í samtali við Fréttablaðið: „Ég tel í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er núna að það sé réttast að kalla til fulltrúaráðsfundar þar sem ný stjórn yrði kjörin og í framhaldi af því myndi hún ráða nýjan forstjóra Mjólkursamsölunnar.“ Þrátt fyrir yfirburði í umræðunni, meðal annars vitneskju um viðskipti einstakra manna við Landsbankann, er málið hugsanlega að snúast í höndum þeirra. Meðal bænda er ekki samstaða. Þaðan er greinilega sótt að forsvarsmönnunum. „Við kúabændur viljum ekki að svona sé staðið að málum. Okkur er umhugað um orðstír Mjólkursamsölunnar og viljum ekki að honum sé stefnt í voða. Neytendur verða að vera vissir um það að við séum fyrst og fremst að gæta hagsmuna þeirra,“ sagði Egill í Fréttablaðinu í gær. Innan stjórnmálanna er mikill og þverpólitískur vilji til að halda óbreyttu kerfi. Rök þingmanna eru þau að neytendur og bændur hafi mikinn hag af því að samkeppnin sé sem minnst. Þeir taka undir með Guðna Ágústssyni og fleirum og færa fram sömu rök og hann. Það eru önnur rök í málinu. Það eru rök sem mæla með fjölbreytni, nýjungum og öðru sem fæðist í hinu smáa. Mjólkurmálið snýst aðeins að hluta um mjólk og Mjólkursamsöluna. Miklu frekar um sérhagsmuni, sérreglur, vandann við fámennið, litla markaði, nærgætni, tillitssemi og fjölbreytni. Engum þarf að koma á óvart að á Alþingi sé þverpólitísk samstaða um að viðhalda sérréttindum þess sterka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur farið fyrir Guðna Ágústssyni, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, vegna mjólkurmálsins. Í viðtali við Vísi sagði Guðni orðrétt: „…þar sem ég kom fram með upplýsingar beint frá Ásmundi Stefánssyni, sem var vammlaus verkalýðsleiðtogi og svo bankastjóri Landsbankans á erfiðustu tímum Íslandssögunnar. Hann sagði klárt mál að öll þau viðskipti hefðu farið fram á bankalegum forsendum.“ Þarna er Guðni að tala um viðskipti Ólafs Magnússonar, áður í Mjólku, og Landsbankans, banka sem Ásmundur Stefánsson stýrði skamma stund eftir hrun. Af orðum Guðna má ráða að Ásmundi hafi þótt við hæfi að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um viðskipti Ólafs og bankans. Má þetta? Eru fyrrverandi bankastjórar fríir frá bankaleynd? Og ef Ásmundur dreifir slíkum upplýsingum til birtingar í fjölmiðlum er nærtækast að spyrja hvort aðrar upplýsingar, og viðkvæmari, um annað fólk og önnur viðskipti séu einnig á vitorði fyrrverandi ráðamanna, eða núverandi eða bara hvers sem er. Hverjir eru vammlausir? Eitt er að lagasmiðurinn Guðni gangi fram fyrir skjöldu og verji afleiðingar laganna, og það í umboði þeirra sem nutu góðs af þeim. Annað er og af allt öðrum meiði að í þeirri baráttu sé unnt að opinbera fyrir alþjóð upplýsingar um bankaviðskipti fólks og fyrirtækja. Mjólkurmálið ætlar að geta af sér skuggahliðar. Spurning um trúnað fyrrverandi bankastjóra er meðal þeirra og það verður að gera þá kröfu að áragömul bankaviðskipti rati ekki í átök eða dægurþras. Bankamenn verða að vera ærlegri en svo að þeir láti undan ráðafólki, núverandi og fyrrverandi, og láti því í té upplýsingar um hvernig einn eða annar stóð sig gagnvart viðskiptabankanum. Ef þeir eru vammlausir, þá er spurt hvort þeir hafi leikið leikinn án þess að sjá fyrir endann á honum. Vissir í sinni sök. Nýjasta staðan er sú að frá Seljavöllum heyrist rödd Egils Eiríkssonar, sem á sæti í fulltrúaráði Auðhumlu. Egill er ákveðinn. Hann segir í samtali við Fréttablaðið: „Ég tel í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er núna að það sé réttast að kalla til fulltrúaráðsfundar þar sem ný stjórn yrði kjörin og í framhaldi af því myndi hún ráða nýjan forstjóra Mjólkursamsölunnar.“ Þrátt fyrir yfirburði í umræðunni, meðal annars vitneskju um viðskipti einstakra manna við Landsbankann, er málið hugsanlega að snúast í höndum þeirra. Meðal bænda er ekki samstaða. Þaðan er greinilega sótt að forsvarsmönnunum. „Við kúabændur viljum ekki að svona sé staðið að málum. Okkur er umhugað um orðstír Mjólkursamsölunnar og viljum ekki að honum sé stefnt í voða. Neytendur verða að vera vissir um það að við séum fyrst og fremst að gæta hagsmuna þeirra,“ sagði Egill í Fréttablaðinu í gær. Innan stjórnmálanna er mikill og þverpólitískur vilji til að halda óbreyttu kerfi. Rök þingmanna eru þau að neytendur og bændur hafi mikinn hag af því að samkeppnin sé sem minnst. Þeir taka undir með Guðna Ágústssyni og fleirum og færa fram sömu rök og hann. Það eru önnur rök í málinu. Það eru rök sem mæla með fjölbreytni, nýjungum og öðru sem fæðist í hinu smáa. Mjólkurmálið snýst aðeins að hluta um mjólk og Mjólkursamsöluna. Miklu frekar um sérhagsmuni, sérreglur, vandann við fámennið, litla markaði, nærgætni, tillitssemi og fjölbreytni. Engum þarf að koma á óvart að á Alþingi sé þverpólitísk samstaða um að viðhalda sérréttindum þess sterka.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar