Undanfarin ár hefur hópurinn vakið athygli á því á fallegan og friðsaman hátt að samkynhneigðum og tvíkynhneigðum karlmönnum sé meinað að gefa blóð. Um er að ræða viðburð í tengslum við Hinsegin daga sem hófust í dag.
Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, mætti í Blóðbankann í hádeginu í dag og myndaði meðal annars nýkjörinn borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, gefa blóð.
