Sá blautasti í Reykjavík í 30 ár Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2014 15:15 Ferðamenn í Reykjavík í júlí voru ekkert sérstaklega heppnir með veðrið. Vísir/Daníel Júlímánuður var sá úrkomumesti í 30 ár í Reykjavík en sá hlýjasti í 140 ár í Grímsey. Mesti hitinn mældist á Húsavík 23. júlí eða 23,3 stig. Lægsti hitinn var á Gagnheiði 31. júlí eða -1,1 stig. Sólskinstundir hafa ekki verið færri í höfuðborginni í 25 ár. Júlímánuður var mjög votviðrasamur um mestallt land. Sérstaklega lítið var um þurrka um landið vestan- og sunnanvert og þar var einnig sólarlítið. Kalt var í byrjun mánaðarins og einnig voru tveir síðustu dagarnir kaldir. Að öðru leyti var hlýtt um land allt, hlýjast við norðurströndina sem og á mestöllu Norðaustur- og Austurlandi. Í Grímsey var júlí sá hlýjasti frá upphafi mælinga 1874 og jafnhlýr og hlýjasti ágústmánuðurinn þar (1939). Þetta var þriðji hlýjasti júlímánuður allra tíma á Teigarhorni en þar hófust mælingar 1872. Þetta kemur fram í frétt á Veðurstofu Íslands.Vel viðraði á gesti á Akureyri um helgina.Vísir/Andri MarinóHlýrra norðan heiða en sunnan Meðalhiti í Reykjavík í júlí var 11,8 stig og er það 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu 10 ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti júlímánaðar 1,4 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 en í meðallagi síðustu 10 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 12,7 stig sem er 2,7 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990, en 1,1 stigi ofan meðallags síðustu 10 ára. Þetta er 9. hlýjasti júlí frá upphafi samfelldra mælinga á Akureyri 1881. Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá hér að neðan. Meðalhita í júlí 2014 á völdum veðurstöðvum, ásamt viki frá meðalhita 1961 til 1990 og 2004 til 2013 má sjá á vef Veðurstofunnar. Meðalhiti mánaðarins var hæstur á Torfum í Eyjafirði, 12,8 stig, en lægstur var hann á Brúarjökli, 3,6 stig. Á láglendi var meðalhitinn lægstur í Seley, 7,9 stig. Sé miðað við síðustu tíu ár var meðalhitinn að tiltölu hæstur á Rauðanúpi, 2,1 stigi yfir meðallagi, en lægstur var hann að tiltölu á Seljalandsdal, -1,4 stigum undir meðallagi. Hæsti hiti mánaðarins mældist 23,3 stig á Húsavík þann 23. Hæsti hiti mánaðarins á mannaðri stöð mældist sama dag í Miðfjarðarnesi, 22,2 stig. Lægsti hiti á landinu mældist -1,1 stig á Gagnheiði þann 31. Frost mældist ekki í byggð í mánuðinum en lægstur var hitinn við Mývatn þann 31., 0,8 stig. Á mönnuðum stöðvum mældist hitinn lægstur í Litlu-Ávík, 2,5 stig, þann 7.Vísir/DaníelÚrkomusamur júlí um allt land Mánuðurinn var úrkomusamur, víða sá úrkomusamasti um áratugaskeið og sums staðar hefur úrkoma aldrei verið meiri í júlí. Í Reykjavík mældist úrkoman 89,3 mm og hefur ekki mælst meiri í júlí síðan 1984 eða í 30 ár. Þetta er um 70 prósent umfram meðallag. Á Akureyri mældist úrkoman nú 73,1 mm. Það er meira en tvöföld meðalúrkoma júlímánaðar. Ekki hefur mælst meiri úrkoma í júlí á Akureyri síðan 1943. Í Stykkishólmi mældist úrkoman í júlí 66,9 mm og er það um 60 prósent umfram meðallag, það mesta í júlí frá 1984 eins og í Reykjavík. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum mældist úrkoman 181,6 mm og er það aðeins rétt tæplega tvöföld meðalúrkoma júlímánaðar og hefur ekki mælst meiri síðan 1990. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 174,9 mm, það er með meira móti. Ámóta úrkoma mældist síðast í júlí 2010. Úrkoma mældist 1 mm eða meiri 16 daga í Reykjavík. Það er sex dögum umfram meðallag. Svo margir hafa þeir ekki orðið í Reykjavík í júlí síðan 1964. Úrkoma mældist 1 mm eða meiri 15 daga á Akureyri, það er sjö dögum yfir meðallagi og hafa aldrei verið jafnmargir eða fleiri í júlí frá upphafi mælinga þar.Þessir ferðamenn þurftu að tjalda í rigningu í Laugardalnum í sumar.Sólskinsstundafjöldi ekki minni í Reykjavík í 25 ár Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 116,4 og er það 55 stundum undir meðallagi sé miðað við 1961 til 1990 en 88 stundum undir meðallagi síðustu tíu ára. Sólskinsstundir hafa ekki verið færri í júlí í Reykjavík síðan 1989. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 120,2, það er 38 stundum færri en að meðaltali áranna 1961 til 1990, en 65 stundum undir meðallagi síðustu tíu ára. Sólskinsstundirnar voru enn færri á Akureyri í júlí í fyrra heldur en nú. Veður Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Júlímánuður var sá úrkomumesti í 30 ár í Reykjavík en sá hlýjasti í 140 ár í Grímsey. Mesti hitinn mældist á Húsavík 23. júlí eða 23,3 stig. Lægsti hitinn var á Gagnheiði 31. júlí eða -1,1 stig. Sólskinstundir hafa ekki verið færri í höfuðborginni í 25 ár. Júlímánuður var mjög votviðrasamur um mestallt land. Sérstaklega lítið var um þurrka um landið vestan- og sunnanvert og þar var einnig sólarlítið. Kalt var í byrjun mánaðarins og einnig voru tveir síðustu dagarnir kaldir. Að öðru leyti var hlýtt um land allt, hlýjast við norðurströndina sem og á mestöllu Norðaustur- og Austurlandi. Í Grímsey var júlí sá hlýjasti frá upphafi mælinga 1874 og jafnhlýr og hlýjasti ágústmánuðurinn þar (1939). Þetta var þriðji hlýjasti júlímánuður allra tíma á Teigarhorni en þar hófust mælingar 1872. Þetta kemur fram í frétt á Veðurstofu Íslands.Vel viðraði á gesti á Akureyri um helgina.Vísir/Andri MarinóHlýrra norðan heiða en sunnan Meðalhiti í Reykjavík í júlí var 11,8 stig og er það 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,3 stigum undir meðallagi síðustu 10 ára. Í Stykkishólmi var meðalhiti júlímánaðar 1,4 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990 en í meðallagi síðustu 10 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 12,7 stig sem er 2,7 stigum ofan meðallagsins 1961 til 1990, en 1,1 stigi ofan meðallags síðustu 10 ára. Þetta er 9. hlýjasti júlí frá upphafi samfelldra mælinga á Akureyri 1881. Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá hér að neðan. Meðalhita í júlí 2014 á völdum veðurstöðvum, ásamt viki frá meðalhita 1961 til 1990 og 2004 til 2013 má sjá á vef Veðurstofunnar. Meðalhiti mánaðarins var hæstur á Torfum í Eyjafirði, 12,8 stig, en lægstur var hann á Brúarjökli, 3,6 stig. Á láglendi var meðalhitinn lægstur í Seley, 7,9 stig. Sé miðað við síðustu tíu ár var meðalhitinn að tiltölu hæstur á Rauðanúpi, 2,1 stigi yfir meðallagi, en lægstur var hann að tiltölu á Seljalandsdal, -1,4 stigum undir meðallagi. Hæsti hiti mánaðarins mældist 23,3 stig á Húsavík þann 23. Hæsti hiti mánaðarins á mannaðri stöð mældist sama dag í Miðfjarðarnesi, 22,2 stig. Lægsti hiti á landinu mældist -1,1 stig á Gagnheiði þann 31. Frost mældist ekki í byggð í mánuðinum en lægstur var hitinn við Mývatn þann 31., 0,8 stig. Á mönnuðum stöðvum mældist hitinn lægstur í Litlu-Ávík, 2,5 stig, þann 7.Vísir/DaníelÚrkomusamur júlí um allt land Mánuðurinn var úrkomusamur, víða sá úrkomusamasti um áratugaskeið og sums staðar hefur úrkoma aldrei verið meiri í júlí. Í Reykjavík mældist úrkoman 89,3 mm og hefur ekki mælst meiri í júlí síðan 1984 eða í 30 ár. Þetta er um 70 prósent umfram meðallag. Á Akureyri mældist úrkoman nú 73,1 mm. Það er meira en tvöföld meðalúrkoma júlímánaðar. Ekki hefur mælst meiri úrkoma í júlí á Akureyri síðan 1943. Í Stykkishólmi mældist úrkoman í júlí 66,9 mm og er það um 60 prósent umfram meðallag, það mesta í júlí frá 1984 eins og í Reykjavík. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum mældist úrkoman 181,6 mm og er það aðeins rétt tæplega tvöföld meðalúrkoma júlímánaðar og hefur ekki mælst meiri síðan 1990. Á Höfn í Hornafirði mældist úrkoman 174,9 mm, það er með meira móti. Ámóta úrkoma mældist síðast í júlí 2010. Úrkoma mældist 1 mm eða meiri 16 daga í Reykjavík. Það er sex dögum umfram meðallag. Svo margir hafa þeir ekki orðið í Reykjavík í júlí síðan 1964. Úrkoma mældist 1 mm eða meiri 15 daga á Akureyri, það er sjö dögum yfir meðallagi og hafa aldrei verið jafnmargir eða fleiri í júlí frá upphafi mælinga þar.Þessir ferðamenn þurftu að tjalda í rigningu í Laugardalnum í sumar.Sólskinsstundafjöldi ekki minni í Reykjavík í 25 ár Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 116,4 og er það 55 stundum undir meðallagi sé miðað við 1961 til 1990 en 88 stundum undir meðallagi síðustu tíu ára. Sólskinsstundir hafa ekki verið færri í júlí í Reykjavík síðan 1989. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 120,2, það er 38 stundum færri en að meðaltali áranna 1961 til 1990, en 65 stundum undir meðallagi síðustu tíu ára. Sólskinsstundirnar voru enn færri á Akureyri í júlí í fyrra heldur en nú.
Veður Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira