Benni Hemm Hemm heldur tónleika í Mengi á Óðinsgötu 2 á föstudagskvöldið. Á tónleikunum verða meðal annars leikin lög af plötunni Eliminate Evil, Revive Good Times auk laga af Makkvírakk, lagasafni sem gefið var út á nótnaformi.
Benni kemur fram einn og óstuddur og verða tónleikarnir algjörlega óuppmagnaðir. Tónleikarnir í Mengi verða síðustu tónleikar Benna í þó nokkurn tíma.
Benni óuppmagnaður
