Framsóknarkonur gerðu grín að Moskumálinu: „Þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2014 19:14 „Við erum algjörar boðflennur og það var enginn að bjóða okkur, við vorum bara í húsinu,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framsóknarkona, í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands síðastliðið föstudagskvöld. Samkvæmið fór fram á Hverfisgötu 33 en skrifstofur Framsóknarflokksins eru í sama húsi. Guðfinna var í fylgd með flokkssystrum Vigdísi Hauksdóttur, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, og Grétu Björgu Egilsdóttur og Jónu Björg Sætran. Voru þær í öðru samkvæmi í húsnæðinu og litu við hjá háskólanemunum. Guðfinna sagði einnig: „Þetta er allavega konan sem er á móti moskum í Reykjavík, sjáið hana. Engir múslimar, þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum. Þetta er vonda konan, ég er góð,“ segir Guðfinna sem var greinilega meðvituð um að verið væri að taka mál hennar á myndband. „Af hverju ert þú að taka upp það sem ég er að segja,“ heyrðist til að mynda í Guðfinnu sem segir einnig í myndbandinu; „Ég settist í borgarstjórn í vor en ég hef engan áhuga á pólitík“.Fengu „selfie“ með Vigdísi Hauks Sveinbjörg og Guðfinna eru borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina í borgarstjórn en mikla athygli vakti þegar Sveinbjörg lýsti því yfir í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóð til múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Sveinbjörg vildi að Reykvíkingar fengju að kjósa um málið. „Þetta var þannig að nemendafélögin höfðu tekið salinn til leigu þetta umrædda kvöld,“ segir nemi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Fengu nemendur meðal annars að taka mynd af sér með Vigdísi Hauksdóttur. „Við höfum oft verið í þessum sal áður en í þetta skiptið tókum við eftir því að Framsóknarflokkurinn sjálfur var á neðri hæðinni með samkvæmi sem við létum alveg í friði.“ „Klukkan hálf níu kemur Vigdís Hauksdóttir fyrst upp og blandar geði við liðið. Nokkuð margar selfies voru teknar með Vigdísi og hún endaði á því að flytja þessa ræðu. Hún virtist vera frekar ölvuð og það furðuðu sig allir á þessar framkomu og hlógu.“ „Síðan eru borgarfulltrúarnir báðir komnir upp og voru nú ekkert í mikið betra ástandi en Vigdís. Þegar þær höfðu gert sig að fífli var ákveðið að segja þetta gott enda voru þær allar boðflennur eins og kemur fram á upptökunni.“ Tengdar fréttir „Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
„Við erum algjörar boðflennur og það var enginn að bjóða okkur, við vorum bara í húsinu,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framsóknarkona, í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands síðastliðið föstudagskvöld. Samkvæmið fór fram á Hverfisgötu 33 en skrifstofur Framsóknarflokksins eru í sama húsi. Guðfinna var í fylgd með flokkssystrum Vigdísi Hauksdóttur, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, og Grétu Björgu Egilsdóttur og Jónu Björg Sætran. Voru þær í öðru samkvæmi í húsnæðinu og litu við hjá háskólanemunum. Guðfinna sagði einnig: „Þetta er allavega konan sem er á móti moskum í Reykjavík, sjáið hana. Engir múslimar, þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum. Þetta er vonda konan, ég er góð,“ segir Guðfinna sem var greinilega meðvituð um að verið væri að taka mál hennar á myndband. „Af hverju ert þú að taka upp það sem ég er að segja,“ heyrðist til að mynda í Guðfinnu sem segir einnig í myndbandinu; „Ég settist í borgarstjórn í vor en ég hef engan áhuga á pólitík“.Fengu „selfie“ með Vigdísi Hauks Sveinbjörg og Guðfinna eru borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina í borgarstjórn en mikla athygli vakti þegar Sveinbjörg lýsti því yfir í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóð til múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Sveinbjörg vildi að Reykvíkingar fengju að kjósa um málið. „Þetta var þannig að nemendafélögin höfðu tekið salinn til leigu þetta umrædda kvöld,“ segir nemi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Fengu nemendur meðal annars að taka mynd af sér með Vigdísi Hauksdóttur. „Við höfum oft verið í þessum sal áður en í þetta skiptið tókum við eftir því að Framsóknarflokkurinn sjálfur var á neðri hæðinni með samkvæmi sem við létum alveg í friði.“ „Klukkan hálf níu kemur Vigdís Hauksdóttir fyrst upp og blandar geði við liðið. Nokkuð margar selfies voru teknar með Vigdísi og hún endaði á því að flytja þessa ræðu. Hún virtist vera frekar ölvuð og það furðuðu sig allir á þessar framkomu og hlógu.“ „Síðan eru borgarfulltrúarnir báðir komnir upp og voru nú ekkert í mikið betra ástandi en Vigdís. Þegar þær höfðu gert sig að fífli var ákveðið að segja þetta gott enda voru þær allar boðflennur eins og kemur fram á upptökunni.“
Tengdar fréttir „Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
„Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38