Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar til heimsins Birta Björnsdóttir skrifar 22. september 2014 17:36 Tugþúsundir manna víða um heim fylgjast með daglegum störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er virkni laganna varða á samskiptamiðlum, en lögreglumenn telja mikilvægt að gera starfstéttina aðgengilegri almenningi með þessum hætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarin ár haft það að markmiði að vera sem aðgengilegust landsmönnum gegnum samskiptamiðla. Fyrir stuttu fór svo virkni lögreglunnar á myndaveitunni Instagram að vekja athygli út fyrir landsteinanna. „Það birtist rússneskt blogg um okkur í síðustu viku og þaðan byrjaði boltinn að rúlla. Svo virðist önnur stór vefsíða í Rússlandi taka þetta upp og þaðan rataði þetta bara út um allan heim," segir Þórir Ingvarsson, rannsóknarlögreglumaður. Og alheimsathyglin skilar sér í því að sífellt bætist í hóp þeirra sem fylgjast með löggunni á Instagram. „Jú á viku hafa um 30 þúsund bæst við, fóru úr 10 þúsund í 40 þúsund," segir Stefán Fróðason, lögreglumaður. Og það eru ekki bara Rússar sem hafa áhuga á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þeir hafa einnig vakið athygli á Ítalíu, Serbíu, Bretlandi og víðar. Þórir segir þetta hafa komið þeim á óvart. „En það sem er ánægjulegt við þetta er að fólk er að taka vel á móti því efni sem við erum að birta. Ég held að fólki finnist gaman að sjá hvað við erum að fást við." Þeir Stefán og Þórir segja þetta sannarlega auka starfsánægju hjá lögreglunni. „Já það gerir það," segir Stefán. " Það er gaman að brjóta vinnudaginn upp með því að reyna að hugsa upp eitthvað skemmtilegt til að deila með þjóðinni. Þeir Stefán og Þórir segja samskiptamiðlana breyta ímynd fólks af lögreglunni að einhverju leyti. „Markmiðið er að gera lögregluna aðgengilegri," segir Stefán. Samfélagsmiðlar Lögreglan Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Tugþúsundir manna víða um heim fylgjast með daglegum störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er virkni laganna varða á samskiptamiðlum, en lögreglumenn telja mikilvægt að gera starfstéttina aðgengilegri almenningi með þessum hætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarin ár haft það að markmiði að vera sem aðgengilegust landsmönnum gegnum samskiptamiðla. Fyrir stuttu fór svo virkni lögreglunnar á myndaveitunni Instagram að vekja athygli út fyrir landsteinanna. „Það birtist rússneskt blogg um okkur í síðustu viku og þaðan byrjaði boltinn að rúlla. Svo virðist önnur stór vefsíða í Rússlandi taka þetta upp og þaðan rataði þetta bara út um allan heim," segir Þórir Ingvarsson, rannsóknarlögreglumaður. Og alheimsathyglin skilar sér í því að sífellt bætist í hóp þeirra sem fylgjast með löggunni á Instagram. „Jú á viku hafa um 30 þúsund bæst við, fóru úr 10 þúsund í 40 þúsund," segir Stefán Fróðason, lögreglumaður. Og það eru ekki bara Rússar sem hafa áhuga á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þeir hafa einnig vakið athygli á Ítalíu, Serbíu, Bretlandi og víðar. Þórir segir þetta hafa komið þeim á óvart. „En það sem er ánægjulegt við þetta er að fólk er að taka vel á móti því efni sem við erum að birta. Ég held að fólki finnist gaman að sjá hvað við erum að fást við." Þeir Stefán og Þórir segja þetta sannarlega auka starfsánægju hjá lögreglunni. „Já það gerir það," segir Stefán. " Það er gaman að brjóta vinnudaginn upp með því að reyna að hugsa upp eitthvað skemmtilegt til að deila með þjóðinni. Þeir Stefán og Þórir segja samskiptamiðlana breyta ímynd fólks af lögreglunni að einhverju leyti. „Markmiðið er að gera lögregluna aðgengilegri," segir Stefán.
Samfélagsmiðlar Lögreglan Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira