Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar til heimsins Birta Björnsdóttir skrifar 22. september 2014 17:36 Tugþúsundir manna víða um heim fylgjast með daglegum störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er virkni laganna varða á samskiptamiðlum, en lögreglumenn telja mikilvægt að gera starfstéttina aðgengilegri almenningi með þessum hætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarin ár haft það að markmiði að vera sem aðgengilegust landsmönnum gegnum samskiptamiðla. Fyrir stuttu fór svo virkni lögreglunnar á myndaveitunni Instagram að vekja athygli út fyrir landsteinanna. „Það birtist rússneskt blogg um okkur í síðustu viku og þaðan byrjaði boltinn að rúlla. Svo virðist önnur stór vefsíða í Rússlandi taka þetta upp og þaðan rataði þetta bara út um allan heim," segir Þórir Ingvarsson, rannsóknarlögreglumaður. Og alheimsathyglin skilar sér í því að sífellt bætist í hóp þeirra sem fylgjast með löggunni á Instagram. „Jú á viku hafa um 30 þúsund bæst við, fóru úr 10 þúsund í 40 þúsund," segir Stefán Fróðason, lögreglumaður. Og það eru ekki bara Rússar sem hafa áhuga á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þeir hafa einnig vakið athygli á Ítalíu, Serbíu, Bretlandi og víðar. Þórir segir þetta hafa komið þeim á óvart. „En það sem er ánægjulegt við þetta er að fólk er að taka vel á móti því efni sem við erum að birta. Ég held að fólki finnist gaman að sjá hvað við erum að fást við." Þeir Stefán og Þórir segja þetta sannarlega auka starfsánægju hjá lögreglunni. „Já það gerir það," segir Stefán. " Það er gaman að brjóta vinnudaginn upp með því að reyna að hugsa upp eitthvað skemmtilegt til að deila með þjóðinni. Þeir Stefán og Þórir segja samskiptamiðlana breyta ímynd fólks af lögreglunni að einhverju leyti. „Markmiðið er að gera lögregluna aðgengilegri," segir Stefán. Samfélagsmiðlar Lögreglan Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Tugþúsundir manna víða um heim fylgjast með daglegum störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er virkni laganna varða á samskiptamiðlum, en lögreglumenn telja mikilvægt að gera starfstéttina aðgengilegri almenningi með þessum hætti. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarin ár haft það að markmiði að vera sem aðgengilegust landsmönnum gegnum samskiptamiðla. Fyrir stuttu fór svo virkni lögreglunnar á myndaveitunni Instagram að vekja athygli út fyrir landsteinanna. „Það birtist rússneskt blogg um okkur í síðustu viku og þaðan byrjaði boltinn að rúlla. Svo virðist önnur stór vefsíða í Rússlandi taka þetta upp og þaðan rataði þetta bara út um allan heim," segir Þórir Ingvarsson, rannsóknarlögreglumaður. Og alheimsathyglin skilar sér í því að sífellt bætist í hóp þeirra sem fylgjast með löggunni á Instagram. „Jú á viku hafa um 30 þúsund bæst við, fóru úr 10 þúsund í 40 þúsund," segir Stefán Fróðason, lögreglumaður. Og það eru ekki bara Rússar sem hafa áhuga á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þeir hafa einnig vakið athygli á Ítalíu, Serbíu, Bretlandi og víðar. Þórir segir þetta hafa komið þeim á óvart. „En það sem er ánægjulegt við þetta er að fólk er að taka vel á móti því efni sem við erum að birta. Ég held að fólki finnist gaman að sjá hvað við erum að fást við." Þeir Stefán og Þórir segja þetta sannarlega auka starfsánægju hjá lögreglunni. „Já það gerir það," segir Stefán. " Það er gaman að brjóta vinnudaginn upp með því að reyna að hugsa upp eitthvað skemmtilegt til að deila með þjóðinni. Þeir Stefán og Þórir segja samskiptamiðlana breyta ímynd fólks af lögreglunni að einhverju leyti. „Markmiðið er að gera lögregluna aðgengilegri," segir Stefán.
Samfélagsmiðlar Lögreglan Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira