„Jafnréttisbaráttan er ekki einkamál kvenna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2014 15:25 Inga Dóra Pétursdóttir er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Vísir/Stefán Karlsson HeForShe-herferð UN Women var formlega kynnt um helgina í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York. Herferðin hefur það að markmiði að fjölga körlum sem styðja jafnrétti kynjanna. „Það sem þessi herferð er fyrst og fremst að benda á er að jafnréttisbaráttan er ekki einkamál kvenna heldur eigum við öll að vera saman í þessu,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Lögð er áhersla á það í herferðinni hvað kynin eiga sameiginlegt frekar en það hvað greinir þau í sundur. Inga Dóra segir jafnframt mikilvægt að beina sjónum því að ungir strákar geti verið alveg jafnfjötraðir í staðalímyndum kynjanna og stelpur. Aðspurð segir Inga Dóra íslenska karlmenn taka vel í herferðina. „Það er hægt að fylgjast með á heimasíðu UN Women hversu margir hafa skráð sig til þátttöku í herferðinni. Herferðin er auðvitað nýbyrjuð en 83 íslenskir karlar hafa þegar skráð sig til þátttöku. Til samanburðar hafa 74 skráð sig í Kína.“ Inga Dóra bendir einnig á þátttöku ungra stráka í Ungmennaráði UN Women á Íslandi sem fer til dæmis í framhaldsskóla og kynnir starfsemi og herferðir samtakanna. Hún segir það frábært hversu móttækilegir ungir menn séu fyrir mikilvægi jafnréttisbaráttunnar. Emma Watson, velgjörðarsendiherra UN Women, flutti ræðu í höfuðstöðvum SÞ í tilefni af herferðinni sem vakið hefur mikla athygli. Í ræðunni talaði hún meðal annars um hversu óvinsæll femínismi virðist vera og gerir það verkum að konur velja að skilgreina sig ekki sem femínista. Ræðuna má sjá hér að neðan. Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
HeForShe-herferð UN Women var formlega kynnt um helgina í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York. Herferðin hefur það að markmiði að fjölga körlum sem styðja jafnrétti kynjanna. „Það sem þessi herferð er fyrst og fremst að benda á er að jafnréttisbaráttan er ekki einkamál kvenna heldur eigum við öll að vera saman í þessu,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Lögð er áhersla á það í herferðinni hvað kynin eiga sameiginlegt frekar en það hvað greinir þau í sundur. Inga Dóra segir jafnframt mikilvægt að beina sjónum því að ungir strákar geti verið alveg jafnfjötraðir í staðalímyndum kynjanna og stelpur. Aðspurð segir Inga Dóra íslenska karlmenn taka vel í herferðina. „Það er hægt að fylgjast með á heimasíðu UN Women hversu margir hafa skráð sig til þátttöku í herferðinni. Herferðin er auðvitað nýbyrjuð en 83 íslenskir karlar hafa þegar skráð sig til þátttöku. Til samanburðar hafa 74 skráð sig í Kína.“ Inga Dóra bendir einnig á þátttöku ungra stráka í Ungmennaráði UN Women á Íslandi sem fer til dæmis í framhaldsskóla og kynnir starfsemi og herferðir samtakanna. Hún segir það frábært hversu móttækilegir ungir menn séu fyrir mikilvægi jafnréttisbaráttunnar. Emma Watson, velgjörðarsendiherra UN Women, flutti ræðu í höfuðstöðvum SÞ í tilefni af herferðinni sem vakið hefur mikla athygli. Í ræðunni talaði hún meðal annars um hversu óvinsæll femínismi virðist vera og gerir það verkum að konur velja að skilgreina sig ekki sem femínista. Ræðuna má sjá hér að neðan.
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira