Frábær fjallaráð Rikka skrifar 3. júní 2014 15:37 Hvannadalshnjúkur Mynd/Skjáskot Fjallamennska hefur aukist töluvert á Íslandi undanfarin ár enda á nógu að taka á okkar fallega landi. Flestir á höfuðborgarsvæðinu hafa einhvern tímann skellt sér upp á Esjuna, þeir sem hafa ekki gert það ættu nú endilega að skutla sér, svona einu sinni eða tvisvar enda er fjallið frábært til fjallgöngu. Til að auka á fjölbreytnina er skemmtilegt að hafa fleiri fjöll í sigtinu og þá sérstaklega í öllum erfiðleikastigum.Markmið margra fjallageita er að fara upp á Hvannadalshnjúk sem er hæsti tindur landsins, 2110 m hár og staðsettur á stærsta jökli í Evrópu. Ferðin upp og ekki síður niður reynir á viljastyrk og úthald fólks og því nauðsynlegt að vera vel búinn enda er það ýmislegt sem að getur komið upp á í svona lengri dagleiðum. Á heimasíðu Fjallaleiðsögumanna má finna útbúnaðarlista auk nánari upplýsinga um hnúkinn. Einnig er gott að hafa nokkur praktísk ráð í huga eins og:Klipptu táneglurnar! Það er sársaukafullt að ganga niður fjöll eftir langan dag og finna táneglurnar þrýstast fram í skónna. Gott er að miða við það að klippa neglurnar viku fyrir brottför, bara svona ef að þú skyldir klippa þær of stuttar... þær eru þá búnar að jafna sig.Þynntu íþróttardrykkinn!Ekki er mælt með því að drekka óþynntan íþróttardrykk á fjöllum, sérstaklega ef að þú ert ekki vön/vanur að drekka slíka drykki. Sumir fá í magann af slíkum drykkjum og þá er betra að þynna þá út með vatni. Íþróttadrykkir geta komið að góðum notum í lengri ferðum og þá sérstaklega þeir sem eru ríkir af steinefnum en ekki einungis kolvetni.Vatnið á næsta mannÞað er gott ráð að geyma vatnsbrúsann í bakpokanum hjá ferðafélaga þínum, þá þarftu ekki að teygja þig í þinn eða taka bakpokann af þér til að nálgast vökva. Gott er líka að smella léttum brúsa á karabínu og festa framan á bakpokann svo að aðgengið verði auðveldara.Teipaðu þigMælt er með því að teipa fætur með íþróttateipi eða nota hælaplástra til að koma í veg fyrir núning og hælsæri. Það er fátt verra en hælsæri í fjallgöngu. Teipaðu einungis þar sem þarf, þú átt ekki að teipa fótinn eins og að þú sért að nota teygjubindi ...Ekki klæða þig of velÞér á að vera pínu kalt þegar þú leggur af stað og best er að vera í nokkrum lögum af fatnaði svo að auðvelt sé að tempra hitann. Persónulega finnst mér best að vera í þunnri ull næst mér og síðan hlaupabuxum og síðerma íþróttarbol yfir. Yfir þetta er svo hægt að fara í flíspeysu eða windstopper sem er flíspeysa sem er vindhelt og dugir meira segja í smá úða. Að lokum er það svo skelin svokölluð eða regnfatnaðurinn. Við erum víst ekki laus við smá rigningu hérna á klakanum. Á hnúkinn er svo nauðsynlegt að taka með sér dúnúlpu sem að lítið fer fyrir því það getur orðið kalt í nestisstoppum.HeilanæringÉg veit ekki með ykkur en í svona lengri ferðum þarf ég eitthvað til að hlusta á svo að ég komist úr spori. Annaðhvort hvetjandi tónlist eða fræðandi bókalestur.Hér má svo heyra viðtal við undirritaða úr Íslandi í Bítið í morgun um fjallaferðir. Umfram allt farið svo varlega og ekki gleyma að pakka góða skapinu. Heilsa Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Fjallamennska hefur aukist töluvert á Íslandi undanfarin ár enda á nógu að taka á okkar fallega landi. Flestir á höfuðborgarsvæðinu hafa einhvern tímann skellt sér upp á Esjuna, þeir sem hafa ekki gert það ættu nú endilega að skutla sér, svona einu sinni eða tvisvar enda er fjallið frábært til fjallgöngu. Til að auka á fjölbreytnina er skemmtilegt að hafa fleiri fjöll í sigtinu og þá sérstaklega í öllum erfiðleikastigum.Markmið margra fjallageita er að fara upp á Hvannadalshnjúk sem er hæsti tindur landsins, 2110 m hár og staðsettur á stærsta jökli í Evrópu. Ferðin upp og ekki síður niður reynir á viljastyrk og úthald fólks og því nauðsynlegt að vera vel búinn enda er það ýmislegt sem að getur komið upp á í svona lengri dagleiðum. Á heimasíðu Fjallaleiðsögumanna má finna útbúnaðarlista auk nánari upplýsinga um hnúkinn. Einnig er gott að hafa nokkur praktísk ráð í huga eins og:Klipptu táneglurnar! Það er sársaukafullt að ganga niður fjöll eftir langan dag og finna táneglurnar þrýstast fram í skónna. Gott er að miða við það að klippa neglurnar viku fyrir brottför, bara svona ef að þú skyldir klippa þær of stuttar... þær eru þá búnar að jafna sig.Þynntu íþróttardrykkinn!Ekki er mælt með því að drekka óþynntan íþróttardrykk á fjöllum, sérstaklega ef að þú ert ekki vön/vanur að drekka slíka drykki. Sumir fá í magann af slíkum drykkjum og þá er betra að þynna þá út með vatni. Íþróttadrykkir geta komið að góðum notum í lengri ferðum og þá sérstaklega þeir sem eru ríkir af steinefnum en ekki einungis kolvetni.Vatnið á næsta mannÞað er gott ráð að geyma vatnsbrúsann í bakpokanum hjá ferðafélaga þínum, þá þarftu ekki að teygja þig í þinn eða taka bakpokann af þér til að nálgast vökva. Gott er líka að smella léttum brúsa á karabínu og festa framan á bakpokann svo að aðgengið verði auðveldara.Teipaðu þigMælt er með því að teipa fætur með íþróttateipi eða nota hælaplástra til að koma í veg fyrir núning og hælsæri. Það er fátt verra en hælsæri í fjallgöngu. Teipaðu einungis þar sem þarf, þú átt ekki að teipa fótinn eins og að þú sért að nota teygjubindi ...Ekki klæða þig of velÞér á að vera pínu kalt þegar þú leggur af stað og best er að vera í nokkrum lögum af fatnaði svo að auðvelt sé að tempra hitann. Persónulega finnst mér best að vera í þunnri ull næst mér og síðan hlaupabuxum og síðerma íþróttarbol yfir. Yfir þetta er svo hægt að fara í flíspeysu eða windstopper sem er flíspeysa sem er vindhelt og dugir meira segja í smá úða. Að lokum er það svo skelin svokölluð eða regnfatnaðurinn. Við erum víst ekki laus við smá rigningu hérna á klakanum. Á hnúkinn er svo nauðsynlegt að taka með sér dúnúlpu sem að lítið fer fyrir því það getur orðið kalt í nestisstoppum.HeilanæringÉg veit ekki með ykkur en í svona lengri ferðum þarf ég eitthvað til að hlusta á svo að ég komist úr spori. Annaðhvort hvetjandi tónlist eða fræðandi bókalestur.Hér má svo heyra viðtal við undirritaða úr Íslandi í Bítið í morgun um fjallaferðir. Umfram allt farið svo varlega og ekki gleyma að pakka góða skapinu.
Heilsa Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira