Nýtt stýrikerfi Apple getur gagnast sykursjúkum Randver Kári Randversson skrifar 3. júní 2014 12:15 Frá kynningu nýja stýrikerfisins í San Francisco í gær. Mynd/AFP Apple kynnti í gær nýjar útgáfur af stýrikerfunum iOS, fyrir iPhone, og OS X, fyrir tölvur fyrirtækisins. Með iOS 8 og OS X Yosemite, sem væntanleg eru í haust, verður hægt að framkvæma enn fleiri aðgerðir í Mac-tölvu, eða iPad, með iPhone-síma. Sigurður Helgi Ellertsson hjá Macland telur stærstu breytinguna felast í því að iPhone-síminn og Apple tölvur vinna nú enn betur saman en áður hefur verið. Þá munu notendur geta tekið á móti símtölum og sent smáskilaboð úr tölvunni sinni í android-síma, sem hingað til hefur aðeins verið mögulegt ef hinn aðilinn er líka Apple notandi. Af þeim nýju forritum sem iOS 8 býður upp á má helst nefna heilsuappið Health, en það mælir lífsmörk notenda s.s. blópþrýsting og púls, og getur sent þær upplýsingar með sjálfvirkum hætti til læknis viðkomandi notanda. Einnig getur appið gagnast sykursjúkum, en með hjálp sérstaks aukabúnaðar getur það mælt blóðsykur notandans og safnað upplýsingum um blóðsykurssveiflur. Eins og fjallað var um á Vísi í gær verður iPhone 4s elsta útgáfan af iPhone sem mun styðja nýja stýrikerfið. Sigurður telur það vera eðlilegt þegar um slíkar uppfærslur á hugbúnaði er að ræða og í takt við þróunina hjá Apple. Til að mynda hafi iPhone 3GS ekki getað keyrt iOS 7, sem er sú útgáfa stýrikerfisins sem nú er á markaði. Eldri útgáfur hafi einfaldlega ekki vélbúnað til að geta keyrt þennan nýja hugbúnað. Ennfremur segir Sigurður margt benda til að ný útgáfa af iPhone verði kynnt í haust, sem muni notast við iOS 8, en það hljóta að teljast gleðitíðindi fyrir aðdáendur iPhone. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Apple kynnti í gær nýjar útgáfur af stýrikerfunum iOS, fyrir iPhone, og OS X, fyrir tölvur fyrirtækisins. Með iOS 8 og OS X Yosemite, sem væntanleg eru í haust, verður hægt að framkvæma enn fleiri aðgerðir í Mac-tölvu, eða iPad, með iPhone-síma. Sigurður Helgi Ellertsson hjá Macland telur stærstu breytinguna felast í því að iPhone-síminn og Apple tölvur vinna nú enn betur saman en áður hefur verið. Þá munu notendur geta tekið á móti símtölum og sent smáskilaboð úr tölvunni sinni í android-síma, sem hingað til hefur aðeins verið mögulegt ef hinn aðilinn er líka Apple notandi. Af þeim nýju forritum sem iOS 8 býður upp á má helst nefna heilsuappið Health, en það mælir lífsmörk notenda s.s. blópþrýsting og púls, og getur sent þær upplýsingar með sjálfvirkum hætti til læknis viðkomandi notanda. Einnig getur appið gagnast sykursjúkum, en með hjálp sérstaks aukabúnaðar getur það mælt blóðsykur notandans og safnað upplýsingum um blóðsykurssveiflur. Eins og fjallað var um á Vísi í gær verður iPhone 4s elsta útgáfan af iPhone sem mun styðja nýja stýrikerfið. Sigurður telur það vera eðlilegt þegar um slíkar uppfærslur á hugbúnaði er að ræða og í takt við þróunina hjá Apple. Til að mynda hafi iPhone 3GS ekki getað keyrt iOS 7, sem er sú útgáfa stýrikerfisins sem nú er á markaði. Eldri útgáfur hafi einfaldlega ekki vélbúnað til að geta keyrt þennan nýja hugbúnað. Ennfremur segir Sigurður margt benda til að ný útgáfa af iPhone verði kynnt í haust, sem muni notast við iOS 8, en það hljóta að teljast gleðitíðindi fyrir aðdáendur iPhone.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira