Lífið

Þekktasti útvarpsmaður Bandaríkjanna látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Einn þekktasti útvarpsmaður Bandaríkjanna, Casey Kasem, lést í dag 82 ára að aldri. Hann var þekktastur sem rödd bandaríska topp 40 listans í áratugi. Rödd hans heyrðist í yfir 50 löndum. Hann ljáði einnig Shaggy úr Scooby-Doo rödd sína um árabil.

Síðustu ár stóðu deilur yfir á milli þriggja barna hans og seinni konu hans. Börnin fóru í fyrra fram á að svipta hann sjálfræði og það yrði sett í þeirra hendur. Hann þjáðist af parkinsons og elliglöpum og börnin sögðu konu hans einangra hann frá vinum og vandamönnum.

Dóttir hans tilkynnti á Twitter að hafi látist umvafinn fjölskyldu sinni.

„Þrátt fyrir að við vitum að hann er á betri stað og þjáist ekki lengur, erum við hjartasorg.“

Ryan Seacrest tók við topplistanum af Kasem árið 2004 og segist hann hafa hlustað á þáttinn um hverja helgi sem barn og dreymt um að verða útvarpsmaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×