Til skoðunar að fella niður tíu gjaldeyrismál til viðbótar Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. júní 2014 18:43 Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. Í apríl sneri Hæstiréttur við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög. Málinu hafði verið vísað frá héraðsdómi á þeirri forsendu að ákæra uppfyllti ekki kröfur laga um meðferð sakamála um skýrleika ákæru. Hæstiréttur féllst ekki á það og því fer málið aftur fyrir héraðsdóm. Reglur um gjaldeyrismál sem mennirnir eru grunaðir um að hafa brotið voru hins vegar ekki réttilega settar því það vantaði staðfestingu viðskiptaráðherra á reglunum eins og lög um gjaldeyrismál gerðu áskilnað um. Í bréfi sérstaks saksóknara til verjenda eins ákærðu til Aserta-málinu segir: „Vísað er til bréfs þíns til embættisins dags. 21. mars sl. í því er vísað til upplýsinga um samskipti embættisins við Seðlabanka Íslands vegna reglna nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál sem bankinn reyndist hafa gefið út án lögáskilins samþykkis viðskiptaráðherra.“Engin staðfesting fannst Í tölvupósti til sérstaks saksóknara, sem fréttastofan hefur undir höndum, segir yfirlögfræðingur Seðlabankans: „Í bankanum hafa heldur ekki fundist neinir tölvupóstar sem formlega staðfesta staðfestingu ráðherra“ og „því miður virðist niðurstaðan sú að engin formleg staðfesting ráðherra finnst.“ Fyrir Hæstarétti í Aserta-málinu byggði sérstakur saksóknari eingöngu á heimfærslu til ákvæða laga um gjaldeyrismál en ekki umræddra reglna þar sem fyrir lá að þær gætu ekki talist tæk refsiheimild.Ríkissaksóknari staðfesti ákvörðun um niðurfellingu Í mars ákvað embætti sérstaks saksóknara að fella niður öll mál sem tengjast meintum brotum á umræddum reglum eða alls sjö mál. Í kjölfarið kærði Seðlabankinn þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Hefur ríkissaksóknari nú staðfest ákvörðun sérstaks saksóknara um niðurfellingu allra þessara mála. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nú til skoðunar að fella niður hluta tíu mála til viðbótar af sömu ástæðu hjá embætti sérstaks saksóknara. Þ.e. þann hluta þessara mála sem snýr að meintum brotum á reglum 1130/2008, sem ekki eru tæk refsiheimild af framangreindum ástæðum. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. Í apríl sneri Hæstiréttur við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög. Málinu hafði verið vísað frá héraðsdómi á þeirri forsendu að ákæra uppfyllti ekki kröfur laga um meðferð sakamála um skýrleika ákæru. Hæstiréttur féllst ekki á það og því fer málið aftur fyrir héraðsdóm. Reglur um gjaldeyrismál sem mennirnir eru grunaðir um að hafa brotið voru hins vegar ekki réttilega settar því það vantaði staðfestingu viðskiptaráðherra á reglunum eins og lög um gjaldeyrismál gerðu áskilnað um. Í bréfi sérstaks saksóknara til verjenda eins ákærðu til Aserta-málinu segir: „Vísað er til bréfs þíns til embættisins dags. 21. mars sl. í því er vísað til upplýsinga um samskipti embættisins við Seðlabanka Íslands vegna reglna nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál sem bankinn reyndist hafa gefið út án lögáskilins samþykkis viðskiptaráðherra.“Engin staðfesting fannst Í tölvupósti til sérstaks saksóknara, sem fréttastofan hefur undir höndum, segir yfirlögfræðingur Seðlabankans: „Í bankanum hafa heldur ekki fundist neinir tölvupóstar sem formlega staðfesta staðfestingu ráðherra“ og „því miður virðist niðurstaðan sú að engin formleg staðfesting ráðherra finnst.“ Fyrir Hæstarétti í Aserta-málinu byggði sérstakur saksóknari eingöngu á heimfærslu til ákvæða laga um gjaldeyrismál en ekki umræddra reglna þar sem fyrir lá að þær gætu ekki talist tæk refsiheimild.Ríkissaksóknari staðfesti ákvörðun um niðurfellingu Í mars ákvað embætti sérstaks saksóknara að fella niður öll mál sem tengjast meintum brotum á umræddum reglum eða alls sjö mál. Í kjölfarið kærði Seðlabankinn þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Hefur ríkissaksóknari nú staðfest ákvörðun sérstaks saksóknara um niðurfellingu allra þessara mála. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nú til skoðunar að fella niður hluta tíu mála til viðbótar af sömu ástæðu hjá embætti sérstaks saksóknara. Þ.e. þann hluta þessara mála sem snýr að meintum brotum á reglum 1130/2008, sem ekki eru tæk refsiheimild af framangreindum ástæðum.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira