Skallagrímur sló Njarðvík út úr bikarnum í Borganesi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2014 21:08 Sigtryggur Arnar Björnsson. Mynd/skallagrímur.is/Ómar Örn Botnlið Borgnesinga er komið áfram í átta liða úrslit Powerade-bikars karla eftir níu stiga sigur á Njarðvík, 77-68, í sextán liða úrslitunum keppninnar í Fjósinu í kvöld. Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði tíu stig á síðustu fjórum mínútunum, fimm stigum meira en allt Njarðvíkurliðið á sama tíma, og var öðrum fremur maðurinn á bak við sigurinn í kvöld. Skallagrímur var bara búið að vinna einn af fyrstu níu leikjum sínum í Dominos-deildinni og sat á botni Dominos-deildarinnar en liðið sýndi styrk sinn í kvöld. Njarðvík vann þrettán stiga sigur í leik liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvík á fimmtudagskvöldið en Borgnesingar unnu mikilvægari leikinn. Skallagrímur vann fyrsta leikhlutann 23-14 en Njarðvíkingar voru komnir einu stigi yfir í hálfleik, 38-37. Skallagrímur var skrefinu á undan í þriðja leikhlutanum en í þeim fjórða voru Njarðvíkingar komnir með forystu, 63-62. þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Sigtryggur Arnar Björnsson var frábær á síðustu fjórum mínútum leiksins sem Skallagrímsliðið vann 15-5. Sigtryggur Arnar skoraði tíu af þessum fimmtán stigum Borgnesinga á lokakaflanum en hann endaði leikinn með 23 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Tracy Smith Jr. var með 18 stig og 14 fráköst á móti sínum gömlu félögum, Davíð Ásgeirsson skoraði 15 stig og það munaði líka mikið um Pál Axel Vilbergsson sem er að koma aftur eftir meiðsli. Páll Axel var með 10 stig og 8 fráköst. Logi Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir Njarðvíkinga en það dugði ekki til. Dustin Salisbery skoraði 17 stig og Mirko Stefán Virijevic var með 11 stig.Skallagrímur-Njarðvík 77-68 (23-14, 14-24, 16-11, 24-19)Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 23/9 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Tracy Smith Jr. 18/14 fráköst, Davíð Ásgeirsson 15, Páll Axel Vilbergsson 10/8 fráköst, Egill Egilsson 7, Daði Berg Grétarsson 4.Njarðvík: Logi Gunnarsson 23, Dustin Salisbery 17/4 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 11/7 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 8, Ólafur Aron Ingvason 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 3/7 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 2. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Botnlið Borgnesinga er komið áfram í átta liða úrslit Powerade-bikars karla eftir níu stiga sigur á Njarðvík, 77-68, í sextán liða úrslitunum keppninnar í Fjósinu í kvöld. Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði tíu stig á síðustu fjórum mínútunum, fimm stigum meira en allt Njarðvíkurliðið á sama tíma, og var öðrum fremur maðurinn á bak við sigurinn í kvöld. Skallagrímur var bara búið að vinna einn af fyrstu níu leikjum sínum í Dominos-deildinni og sat á botni Dominos-deildarinnar en liðið sýndi styrk sinn í kvöld. Njarðvík vann þrettán stiga sigur í leik liðanna í Ljónagryfjunni í Njarðvík á fimmtudagskvöldið en Borgnesingar unnu mikilvægari leikinn. Skallagrímur vann fyrsta leikhlutann 23-14 en Njarðvíkingar voru komnir einu stigi yfir í hálfleik, 38-37. Skallagrímur var skrefinu á undan í þriðja leikhlutanum en í þeim fjórða voru Njarðvíkingar komnir með forystu, 63-62. þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Sigtryggur Arnar Björnsson var frábær á síðustu fjórum mínútum leiksins sem Skallagrímsliðið vann 15-5. Sigtryggur Arnar skoraði tíu af þessum fimmtán stigum Borgnesinga á lokakaflanum en hann endaði leikinn með 23 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Tracy Smith Jr. var með 18 stig og 14 fráköst á móti sínum gömlu félögum, Davíð Ásgeirsson skoraði 15 stig og það munaði líka mikið um Pál Axel Vilbergsson sem er að koma aftur eftir meiðsli. Páll Axel var með 10 stig og 8 fráköst. Logi Gunnarsson skoraði 23 stig fyrir Njarðvíkinga en það dugði ekki til. Dustin Salisbery skoraði 17 stig og Mirko Stefán Virijevic var með 11 stig.Skallagrímur-Njarðvík 77-68 (23-14, 14-24, 16-11, 24-19)Skallagrímur: Sigtryggur Arnar Björnsson 23/9 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Tracy Smith Jr. 18/14 fráköst, Davíð Ásgeirsson 15, Páll Axel Vilbergsson 10/8 fráköst, Egill Egilsson 7, Daði Berg Grétarsson 4.Njarðvík: Logi Gunnarsson 23, Dustin Salisbery 17/4 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 11/7 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 8, Ólafur Aron Ingvason 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 3/7 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 2.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira