Ólöf ætlar að leggjast yfir lögregluumdæmin Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2014 19:14 Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur kalllað eftir öllum gögnum í ráðuneytinu sem tengjast reglugerð um skipun lögregluumdæma og hyggst taka sjálfstæða ákvörðun að lokinni athugun. Ákvörðun fráfarandi dómsmálaráðherra um að falla frá flutningi sveitarfélagsins Hornafjarðar til umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi hefur sætt gagnrýni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét það verða eitt af síðustu embættisverkum sem dómsmálaráðherra að skrifa undir nýja reglugerð um lögregluumdæmi lögreglustjóra hinn 4. desember. Í reglugerðinni eru ákveðin mörk hinna níu lögregluumdæma landsins og hvar lögreglustöðvar og aðalstöð lögreglustjóra er innan hvers umdæmis en hún á að taka gildi 1. janúar. Sveitarfélagið Hornafjörður telst í reglugerðinni til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi en í drögum reglugerðarinnar sem birt voru í byrjun október var Hornafjörður í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Það hafði verið unnið að því talsvert lengi í innanríkisráðuneytinu að færa sveitarfélagið Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi áður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þessa ákvörðun. Verður undið ofan af ákvörðun hans? „Ég hef fengið bréf frá Hornfirðingum þess efnis að þeir séu ósáttir við ákvörðun forvera míns og jafnframt er mér kunnugt um áhyggjur þingmanna Suðurkjördæmis. Ég hef beðið ráðuneytið að taka saman gögn um þetta mál þannig að ég fái góða yfirsýn yfir forsögu málsins og hvar það er statt. Þangað til það liggur fyrir hyggst ég ekki tjá mig frekar um málið,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, en um leið og Ólöf tók við embætti var ráðuneyti dómsmála að nýju fært til innanríkisráðuneytis. Þannig að þú útilokar ekki að taka nýja og sjálfstæða ákvörðun ef að gögn málsins benda til þess að þínu mati að það sé betra að hafa Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi? „Ég ætla að byrja á því að fara yfir gögn málsins.” Tengdar fréttir Undirritaði ákvörðun um fækkun lögregluembætta Með breytingunum fækkar embættum úr fjórtán í níu. 4. desember 2014 15:36 Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur kalllað eftir öllum gögnum í ráðuneytinu sem tengjast reglugerð um skipun lögregluumdæma og hyggst taka sjálfstæða ákvörðun að lokinni athugun. Ákvörðun fráfarandi dómsmálaráðherra um að falla frá flutningi sveitarfélagsins Hornafjarðar til umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi hefur sætt gagnrýni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét það verða eitt af síðustu embættisverkum sem dómsmálaráðherra að skrifa undir nýja reglugerð um lögregluumdæmi lögreglustjóra hinn 4. desember. Í reglugerðinni eru ákveðin mörk hinna níu lögregluumdæma landsins og hvar lögreglustöðvar og aðalstöð lögreglustjóra er innan hvers umdæmis en hún á að taka gildi 1. janúar. Sveitarfélagið Hornafjörður telst í reglugerðinni til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi en í drögum reglugerðarinnar sem birt voru í byrjun október var Hornafjörður í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Það hafði verið unnið að því talsvert lengi í innanríkisráðuneytinu að færa sveitarfélagið Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi áður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þessa ákvörðun. Verður undið ofan af ákvörðun hans? „Ég hef fengið bréf frá Hornfirðingum þess efnis að þeir séu ósáttir við ákvörðun forvera míns og jafnframt er mér kunnugt um áhyggjur þingmanna Suðurkjördæmis. Ég hef beðið ráðuneytið að taka saman gögn um þetta mál þannig að ég fái góða yfirsýn yfir forsögu málsins og hvar það er statt. Þangað til það liggur fyrir hyggst ég ekki tjá mig frekar um málið,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, en um leið og Ólöf tók við embætti var ráðuneyti dómsmála að nýju fært til innanríkisráðuneytis. Þannig að þú útilokar ekki að taka nýja og sjálfstæða ákvörðun ef að gögn málsins benda til þess að þínu mati að það sé betra að hafa Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi? „Ég ætla að byrja á því að fara yfir gögn málsins.”
Tengdar fréttir Undirritaði ákvörðun um fækkun lögregluembætta Með breytingunum fækkar embættum úr fjórtán í níu. 4. desember 2014 15:36 Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Undirritaði ákvörðun um fækkun lögregluembætta Með breytingunum fækkar embættum úr fjórtán í níu. 4. desember 2014 15:36
Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30