Hvetja dósaþjófinn til að fara beint í endurvinnsluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2014 18:00 Torfi Jóhannsson og dósir í endurvinnslu. Vísir/Pjetur „Hann hefur að öllum líkindum verið á stórum sendiferðabíl. Bíll með kerru dugar ekki í þetta,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnastjóri hjá HK.Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag var dósum og flöskum að andvirði um 300 þúsund króna stolið af HK-ingum í nótt. Um er að ræða dósir sem sjálfboðaliðar á vegum félagsins höfðu safnað og flokkað að loknum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum á sunnudaginn. Sáu HK-ingar um þrif á svæðinu og hafa unnið hörðum höndum undanfarin kvöld, fyrst við þrif og svo við flokkun dósanna. Torfi segir að planið hafi verið að dreifa ágóðanum, sem metin er á 300 þúsund krónur miðað við sölutölur á bjór og gosi í Kórnum, á þær deildir félagsins sem tóku þátt í hreinsunarstörfum. Hann er vongóður um að góssið komi í leitirnar. „Við erum búin að láta lögreglu vita og móttökuaðilar vita af þessu líka,“ segir Torfi. Því má ætla að erfitt verði fyrir viðkomandi aðila að koma dósunum sínum í verð. Ákveðnar tegundir áfengis og goss séu áberandi í pokunum auk þess sem límt hafi verið fyrir þá með óhefðbundnu límbandi. Torfi hefur ekki tölu á þeim fjölda svartra plastpoka sem skilinn var eftir fyrir aftan Kórinn að lokinni talningu klukkan 21 í gærkvöldi. Fráleitt er að ætla að einn maður á fólksbíl með kerru hafi getað tekið allar dósirnar og flöskurnar. Viðkomandi hljóti að hafa verið á stórum sendibíl hið minnsta. Hann hvetur viðkomandi til að skila dósunum á sinn stað við Kórinn eða hvert sem er og láta vita af staðsetningu þeirra. Ein lausn er þó best. „Fyrst hann er með svona stóran bíl væri best að hann skutlaði þessu bara fyrir okkur á næstu endurvinnslustöð. Þá sleppum við við flutninginn,“ segir Torfi sem tekur við ábendingum á netfanginu torfi@hk.is. Tengdar fréttir Tónleikar Justin Timberlake: 20 þúsund dósum stolið af HK-ingum „Maður er hræddur um það,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá HK, í samtali við Vísi. Fjáröflun Kópavogsliðsins í kjölfar tónleika Justins Timberlake í Kórnum á sunnudaginn virðist hafa farið út um þúfur. 28. ágúst 2014 13:58 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
„Hann hefur að öllum líkindum verið á stórum sendiferðabíl. Bíll með kerru dugar ekki í þetta,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnastjóri hjá HK.Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag var dósum og flöskum að andvirði um 300 þúsund króna stolið af HK-ingum í nótt. Um er að ræða dósir sem sjálfboðaliðar á vegum félagsins höfðu safnað og flokkað að loknum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum á sunnudaginn. Sáu HK-ingar um þrif á svæðinu og hafa unnið hörðum höndum undanfarin kvöld, fyrst við þrif og svo við flokkun dósanna. Torfi segir að planið hafi verið að dreifa ágóðanum, sem metin er á 300 þúsund krónur miðað við sölutölur á bjór og gosi í Kórnum, á þær deildir félagsins sem tóku þátt í hreinsunarstörfum. Hann er vongóður um að góssið komi í leitirnar. „Við erum búin að láta lögreglu vita og móttökuaðilar vita af þessu líka,“ segir Torfi. Því má ætla að erfitt verði fyrir viðkomandi aðila að koma dósunum sínum í verð. Ákveðnar tegundir áfengis og goss séu áberandi í pokunum auk þess sem límt hafi verið fyrir þá með óhefðbundnu límbandi. Torfi hefur ekki tölu á þeim fjölda svartra plastpoka sem skilinn var eftir fyrir aftan Kórinn að lokinni talningu klukkan 21 í gærkvöldi. Fráleitt er að ætla að einn maður á fólksbíl með kerru hafi getað tekið allar dósirnar og flöskurnar. Viðkomandi hljóti að hafa verið á stórum sendibíl hið minnsta. Hann hvetur viðkomandi til að skila dósunum á sinn stað við Kórinn eða hvert sem er og láta vita af staðsetningu þeirra. Ein lausn er þó best. „Fyrst hann er með svona stóran bíl væri best að hann skutlaði þessu bara fyrir okkur á næstu endurvinnslustöð. Þá sleppum við við flutninginn,“ segir Torfi sem tekur við ábendingum á netfanginu torfi@hk.is.
Tengdar fréttir Tónleikar Justin Timberlake: 20 þúsund dósum stolið af HK-ingum „Maður er hræddur um það,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá HK, í samtali við Vísi. Fjáröflun Kópavogsliðsins í kjölfar tónleika Justins Timberlake í Kórnum á sunnudaginn virðist hafa farið út um þúfur. 28. ágúst 2014 13:58 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Tónleikar Justin Timberlake: 20 þúsund dósum stolið af HK-ingum „Maður er hræddur um það,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá HK, í samtali við Vísi. Fjáröflun Kópavogsliðsins í kjölfar tónleika Justins Timberlake í Kórnum á sunnudaginn virðist hafa farið út um þúfur. 28. ágúst 2014 13:58