Hvetja dósaþjófinn til að fara beint í endurvinnsluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2014 18:00 Torfi Jóhannsson og dósir í endurvinnslu. Vísir/Pjetur „Hann hefur að öllum líkindum verið á stórum sendiferðabíl. Bíll með kerru dugar ekki í þetta,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnastjóri hjá HK.Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag var dósum og flöskum að andvirði um 300 þúsund króna stolið af HK-ingum í nótt. Um er að ræða dósir sem sjálfboðaliðar á vegum félagsins höfðu safnað og flokkað að loknum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum á sunnudaginn. Sáu HK-ingar um þrif á svæðinu og hafa unnið hörðum höndum undanfarin kvöld, fyrst við þrif og svo við flokkun dósanna. Torfi segir að planið hafi verið að dreifa ágóðanum, sem metin er á 300 þúsund krónur miðað við sölutölur á bjór og gosi í Kórnum, á þær deildir félagsins sem tóku þátt í hreinsunarstörfum. Hann er vongóður um að góssið komi í leitirnar. „Við erum búin að láta lögreglu vita og móttökuaðilar vita af þessu líka,“ segir Torfi. Því má ætla að erfitt verði fyrir viðkomandi aðila að koma dósunum sínum í verð. Ákveðnar tegundir áfengis og goss séu áberandi í pokunum auk þess sem límt hafi verið fyrir þá með óhefðbundnu límbandi. Torfi hefur ekki tölu á þeim fjölda svartra plastpoka sem skilinn var eftir fyrir aftan Kórinn að lokinni talningu klukkan 21 í gærkvöldi. Fráleitt er að ætla að einn maður á fólksbíl með kerru hafi getað tekið allar dósirnar og flöskurnar. Viðkomandi hljóti að hafa verið á stórum sendibíl hið minnsta. Hann hvetur viðkomandi til að skila dósunum á sinn stað við Kórinn eða hvert sem er og láta vita af staðsetningu þeirra. Ein lausn er þó best. „Fyrst hann er með svona stóran bíl væri best að hann skutlaði þessu bara fyrir okkur á næstu endurvinnslustöð. Þá sleppum við við flutninginn,“ segir Torfi sem tekur við ábendingum á netfanginu torfi@hk.is. Tengdar fréttir Tónleikar Justin Timberlake: 20 þúsund dósum stolið af HK-ingum „Maður er hræddur um það,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá HK, í samtali við Vísi. Fjáröflun Kópavogsliðsins í kjölfar tónleika Justins Timberlake í Kórnum á sunnudaginn virðist hafa farið út um þúfur. 28. ágúst 2014 13:58 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Hann hefur að öllum líkindum verið á stórum sendiferðabíl. Bíll með kerru dugar ekki í þetta,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnastjóri hjá HK.Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag var dósum og flöskum að andvirði um 300 þúsund króna stolið af HK-ingum í nótt. Um er að ræða dósir sem sjálfboðaliðar á vegum félagsins höfðu safnað og flokkað að loknum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum á sunnudaginn. Sáu HK-ingar um þrif á svæðinu og hafa unnið hörðum höndum undanfarin kvöld, fyrst við þrif og svo við flokkun dósanna. Torfi segir að planið hafi verið að dreifa ágóðanum, sem metin er á 300 þúsund krónur miðað við sölutölur á bjór og gosi í Kórnum, á þær deildir félagsins sem tóku þátt í hreinsunarstörfum. Hann er vongóður um að góssið komi í leitirnar. „Við erum búin að láta lögreglu vita og móttökuaðilar vita af þessu líka,“ segir Torfi. Því má ætla að erfitt verði fyrir viðkomandi aðila að koma dósunum sínum í verð. Ákveðnar tegundir áfengis og goss séu áberandi í pokunum auk þess sem límt hafi verið fyrir þá með óhefðbundnu límbandi. Torfi hefur ekki tölu á þeim fjölda svartra plastpoka sem skilinn var eftir fyrir aftan Kórinn að lokinni talningu klukkan 21 í gærkvöldi. Fráleitt er að ætla að einn maður á fólksbíl með kerru hafi getað tekið allar dósirnar og flöskurnar. Viðkomandi hljóti að hafa verið á stórum sendibíl hið minnsta. Hann hvetur viðkomandi til að skila dósunum á sinn stað við Kórinn eða hvert sem er og láta vita af staðsetningu þeirra. Ein lausn er þó best. „Fyrst hann er með svona stóran bíl væri best að hann skutlaði þessu bara fyrir okkur á næstu endurvinnslustöð. Þá sleppum við við flutninginn,“ segir Torfi sem tekur við ábendingum á netfanginu torfi@hk.is.
Tengdar fréttir Tónleikar Justin Timberlake: 20 þúsund dósum stolið af HK-ingum „Maður er hræddur um það,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá HK, í samtali við Vísi. Fjáröflun Kópavogsliðsins í kjölfar tónleika Justins Timberlake í Kórnum á sunnudaginn virðist hafa farið út um þúfur. 28. ágúst 2014 13:58 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Tónleikar Justin Timberlake: 20 þúsund dósum stolið af HK-ingum „Maður er hræddur um það,“ segir Torfi Jóhannsson, verkefnisstjóri hjá HK, í samtali við Vísi. Fjáröflun Kópavogsliðsins í kjölfar tónleika Justins Timberlake í Kórnum á sunnudaginn virðist hafa farið út um þúfur. 28. ágúst 2014 13:58