Seðlabankinn hafnar fullyrðingum Hreiðars Hjörtur Hjartarson skrifar 17. október 2014 19:30 Seðlabanki Íslands vísar á bug orðum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, um að 500 milljóna evra lán til bankans hafi verið veitt áður en skrifað hafi verið undir veðsetningu. Í skýrslu fjárlaganefndar frá því í fyrra er fullyrt að bankinn hafi brotið eigin verklagsreglur. Hreiðar skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann yfir aðdraganda þess að Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi neyðarlán upp 500 milljónir evra, þann 6.október 2008. Segir Hreiðar:„Frágangur lánsins til Kaupþings var einnigóvenjulegurþar sem SeðlabankiÍslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituðog Seðlabankinn gekk ekki fráveðsetningu FIH bankans til sín.“ Að sögn Hreiðars var það ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum sem gengið var frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans í Danmörku.Seðlabankinn vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag en í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi fréttastofu er áðurnefndum fullyrðingum Hreiðars hafnað. En Hreiðar er ekki sá eini sem hefur sett út á hvernig lánveiting Seðlabankans var framkvæmd. Fjárlaganefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að lánareglur bankans hefðu verið brotnar. Skýrsla fjárlaganefndar var lögð fram þann 20.febrúar, 2013. Þar segir í niðurlagi um 500 miljóna evra lánið að „viðþá lánveitingu hafi lánareglur Seðlabankans verið brotnar."En jafnframt segir í skýrslunni: „Tekin var ákvörðun um hádegisbil 6. október að ganga frá veðsamningi. Talsvert átak var að tryggja veðsetninguna þar sem tími til þess var naumur fyrir lok vinnudags í Danmörku. Veðsamningurinn var útbúinn sem allsherjarveð en ekki veð fyrir lánsfjárhæðinni.“ Af þessu má skilja að veðgerningurinn hafi verið kláraður sama dag en lánasamningurinn sjálfur hafi ekki verið undirritaður fyrr en seinna. En þótt veðið hafi verið undirritað í tæka tíð tryggði það ekki fulla endurheimt á láninu. Ljóst er að tap ríkissjóðs af láninu er um 35 milljarðar króna. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Seðlabanki Íslands vísar á bug orðum Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, um að 500 milljóna evra lán til bankans hafi verið veitt áður en skrifað hafi verið undir veðsetningu. Í skýrslu fjárlaganefndar frá því í fyrra er fullyrt að bankinn hafi brotið eigin verklagsreglur. Hreiðar skrifaði grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar fer hann yfir aðdraganda þess að Seðlabanki Íslands veitti Kaupþingi neyðarlán upp 500 milljónir evra, þann 6.október 2008. Segir Hreiðar:„Frágangur lánsins til Kaupþings var einnigóvenjulegurþar sem SeðlabankiÍslands millifærði einfaldlega 500 milljónir evra til Kaupþings mánudaginn 6. október eftir samtal um lánveitinguna milli mín og Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabankans. Engin lánaskjöl voru undirrituðog Seðlabankinn gekk ekki fráveðsetningu FIH bankans til sín.“ Að sögn Hreiðars var það ekki fyrr en að nokkrum dögum liðnum sem gengið var frá lánaskjölum og veðsetningu FIH bankans í Danmörku.Seðlabankinn vildi ekki veita viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag en í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi fréttastofu er áðurnefndum fullyrðingum Hreiðars hafnað. En Hreiðar er ekki sá eini sem hefur sett út á hvernig lánveiting Seðlabankans var framkvæmd. Fjárlaganefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að lánareglur bankans hefðu verið brotnar. Skýrsla fjárlaganefndar var lögð fram þann 20.febrúar, 2013. Þar segir í niðurlagi um 500 miljóna evra lánið að „viðþá lánveitingu hafi lánareglur Seðlabankans verið brotnar."En jafnframt segir í skýrslunni: „Tekin var ákvörðun um hádegisbil 6. október að ganga frá veðsamningi. Talsvert átak var að tryggja veðsetninguna þar sem tími til þess var naumur fyrir lok vinnudags í Danmörku. Veðsamningurinn var útbúinn sem allsherjarveð en ekki veð fyrir lánsfjárhæðinni.“ Af þessu má skilja að veðgerningurinn hafi verið kláraður sama dag en lánasamningurinn sjálfur hafi ekki verið undirritaður fyrr en seinna. En þótt veðið hafi verið undirritað í tæka tíð tryggði það ekki fulla endurheimt á láninu. Ljóst er að tap ríkissjóðs af láninu er um 35 milljarðar króna.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira