ÍBV tapaði fyrir ítalska liðinu Jomi Salerno, 27-24, í fyrri leik liðanna í annarri umferð EHF-bikarsins í handbolta í kvöld.
Staðan var jöfn í hálfleik, 14-14, en ítalska liðið var sterkara í þeim síðari og innbyrti þriggja marka sigur.
Jóna Sigríður Halldórsdóttir skoraði sjö mörk fyrir ÍBV og var markahæst Eyjakvenna, en Telma Amado skoraði sex mörk, Díana Dögg Magnúsdóttir fjögur, VeraLopes þrjú, og þær Elín Anna Baldursdóttir og Bergey Alexandersdóttir tvö mörk hvor.
Seinni leikurinn fer fram á morgun á sama stað.
Eyjakonur töpuðu fyrri leiknum á Ítalíu
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti



Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti