Lífið

Bono útskýrir af hverju hann er alltaf með sólgleraugu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Bono þjáist af gláku.
Bono þjáist af gláku.
Forsprakki hljómsveitarinnar U2, Bono, segist þurfa að vera með sólgleraugu því hann þjáist af gláku. Bono sagði frá þessu í þættinum The Graham Norton Show á sjónvarpsstöðinni BBC One í Bretlandi. Hann var spurður hvort að hann tæki nokkurntímann af sér sólgleraugun og hann svaraði um hæl:

„Þetta er kannski góður vettvangur til að útskýra fyrir fólki að ég hef þjáðst af gláku undanfarin tuttugu ár. Þetta er allt samana meðhöndlað vel og það verður allt í góðu hjá mér.“

Hann bætti við: „Þið munuð örugglega ekki gleyma þessu og allir munu segja: „Æji aumingja Bono““.

Á Vísindavef Háskóla Íslands má lesa þetta um gláku:

„Gláka (glaucoma) er safn sjúkdóma sem einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Algengasti sjúkdómurinn af þessum flokki er gleiðhornsgláka. Þessir sjúkdómar einkennast af of háum þrýstingi inni í auganu. Þessi þrýstingur skemmir smám saman taugafrumur sjóntaugarinnar og getur á löngum tíma valdið sjónskerðingu og að lokum algerri blindu. Taugafrumur geta aldrei endurnýjað sig og skemmdir á sjóntaug eru þess vegna varanlegar.“

Þar segir einnig:

„Af þessu leiðir að mikilvægt er að finna sjúkdóminn snemma og hindra, með lyfjum eða aðgerð, að hann valdi varanlegri sjónskerðingu“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×