Innlent

Sænski herinn leitar kafbáts í skerjagarðinum í Stokkhólmi

Atli Ísleifsson skrifar
Úr skerjagerðinum í Stokkhólmi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Úr skerjagerðinum í Stokkhólmi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Rúmlega tvö hundruð starfsmenn sænski hersins leita nú að kafbáti í skerjagarðinum í Stokkhólmi eftir að „trúverðugar“ upplýsingar bárust um að erlendur bátur væri þar undir yfirborðinu.

Herinn greinir frá þessu á heimasíðu sinni, auk þess að fréttamannafundur var haldinn rétt fyrir hálf fimm. Þyrlur og skip eru meðal annars notaðar við leitina, en herinn safnar nú frekari upplýsinga.

Talsmaður hersins vildi ekki greina nánar frá því hvaðan upplýsingarnar komu, en lagði áherslu á að heimildarmaðurinn væri „trúverðugur“.

Rússneskar herflugvélar hafa við nokkur tilfelli flogið inn í sænskt loftrými án heimildar að undanförnu, en talsmaður hersins vildi ekki tjá sig um hvort Rússa væri að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×