Lífið

Hilmir Snær og Zlatko í blóðsleik á setti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir leikur eitt af aðalhlutverkunum í Borgríki 2: Blóð hraustra manna sem frumsýnd er í dag. 

Hún er í viðtali á vefsíðunni Lappari og ljóstrar upp skemmtilegu atviki sem átti sér stað á tökustað myndarinnar. 

„Þið verðið að vita að Zlatko og Hilmir fóru í blóð-sleik,“ segir Ágústa og vísar í meðleikara sína, Zlatko Krickic og Hilmi Snæ Guðnason.

„Þeir voru í blóðbaði í senu sem var verið að skjóta við rætur Esjunar þegar mikil snjóhríð skall á og það um mitt sumar, maður sá ekki símann sinn nema að halda honum alveg upp við gagnaugað. Nema hvað! Þá ákvað Hilmir allt í einu að fara úr buxunum til að koma leikstjóranum á óvart þegar storminn lægði en það vildi þannig til að hann var með bundið fyrir augun, afþví að hann var gísl auðvitað í senunni. Hann fikraði sig inn í húsið sem búið var að byggja við hliðina á útitökunum, sem var einmitt verið að taka upp ástarsenu milli 3 aðila sem Zlatko tók þátt í,“ segir Ágústa Eva.

Annar leikari myndarinnar, Sigurður Sigurjónsson tók þátt í gríninu.

„Í miðri töku sér Siggi Sigurjóns hvað er að gerast, sér Hilmi skakklappast inn í tökuverið, buxnalausann með bundið fyrir augun og leiðir hann í aðstæðurnar sem verið er að filma, settið er myrkvað og allir í ástarsenunni eru auðvitað með lokuð augun, því þau eru að kela auðvitað. Þetta endar þannig að Zlatko grípur þéttingsfast um mittið á Hilmi og sleikir á honum munninn, þeir falla niður í hamagangnum og á stoðir sem halda uppi fati af blóði sem átti að nota daginn áður en gleymdist, fatan skellist yfir þá og þeir liggja þarna í blóðsleik. Svo sættust þeir yfir sígerettu í rigningunni þegar Hilmir var búinn að klæða sig. Zlatko hrissti svo hausinn yfir íslenskri kvikmyndagerð og sagði þetta aldrei hafa getað gerst í hollywood.“


Tengdar fréttir

Betri en sú fyrri en ekki gallalaus

Borgríki 2 er framför að mínu mati. Ágætlega heppnuð framhaldsmynd að vissu leyti sem heldur manni þokkalega vel þó hún sé langt frá því að vera gallalaus.

Krakkarnir hræddust ekki krimmann

Leo Sankovic leikur í glæpamyndinni Borgríki 2 sem er á leiðinni í bíó. Á meðan á tökunum stóð vann hann á frístundaheimili innan um sex til níu ára krakka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.