Handbolti

Hlustaðu á Gaupa fara á kostum

Guðjón Guðmundsson fór á kostum í lýsingu sinni á landsleiknum.
Guðjón Guðmundsson fór á kostum í lýsingu sinni á landsleiknum.
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 og Bylgjunni, fór á kostum þegar hann lýsti leik Íslands og Noregs á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Danmörku.

Gaupi, eins og hann er oftast kallaður, lýsti leiknum í beinni útsendingu á Bylgjunni og Vísi og eins og flestir Íslendingar á hann erfitt með að hemja tilfinningarnar þegar landsliðið spilar.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skorar! Þeir hlusta sko á okkur. Þeir eru bara alltaf að hlusta á Bylgjuna, þeir hlusta bara alltaf á okkur; hvort sem er í Álaborg, London eða bara heima í Eskihlíðinni,“ sagði Gaupi meðal annars.

Og um nýliðann Gunnar Stein Jónsson sagði hann: „...og fiskar víti. Til hamingju með þetta Gunnar Steinn Jónsson. Vertu velkominn í íslenska landsliðið og spilaðu bara sem oftast.“

Og þegar Norðmenn fengu víti þegar nokkuð var liðið á leikinn sagði Gaupi: „Hann er feykilega öruggur. Hann má ekki skora, hann hlýtur að klikka ég trúi því. Og hann klikkar. Hann klikkar - ég sagði það. Svei mér þá þetta svínvirkaði hjá okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×