Golden Globe-verðlaunin verða afhent í nótt í Los Angeles. Margir bíða spenntir eftir að sjá hverju stjörnurnar klæðast á rauða dreglinum en stundum klikka stílistar stjarnanna á þessari stóru stund.
Vísir kíkti á umdeildustu kjólana á hátíðinni í gegnum tíðina en bein útsending verður frá verðlaunahátíðinni á Stöð 3 í nótt. Útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. Lífið á Vísi mun tísta beint frá hátíðinni.
Lífið