Sólstafir í tónlist Áskels Jónas Sen skrifar 12. nóvember 2014 12:00 Kammersinfónía og fleiri verk. Tónlist: Kammersinfónía, Elja, Ymni, Maes Howe Áskell Másson NAXOS Tónlist Áskels Mássonar er á vissan hátt skuggaleg. Tónmálið er dökkt og stemningin dálítið þungbúin. Þó er hún alls ekki drungaleg. Þvert á móti er ljós í henni sem skín í myrkrinu, venjulega í lok verkanna. Þetta er eitt af megineinkennum tónsmíðanna sem er að finna á geisladiski með Caput hópnum frá Naxos-útgáfunni. Verkin sem um ræðir eru heillandi. Þau eru misflókin og eftir því misjafnlega aðgengileg. En það er samt í þeim innra samhengi, Áskell tapar aldrei þræðinum. Tónlistin er full af merkingu, skáldskapurinn er innblásinn. Hugmyndirnar eru frjóar. Framvindan er margbrotin og á köflum óvænt, en þó eðlileg. Það er svo fallegt hvernig Áskell endar verkin sín. Frásögnin á undan er e.t.v. tormelt, en síðan renna ólíkir þræðir saman í lokin í dásamlegum einfaldleika. Stundum er það bara eitthvert barnslegt stef, eða kannski liggjandi hljómar. Hvað sem það er, þá gengur það alltaf upp. Þetta eru eins og sólstafir sem brjótast í gegnum skýin.Áskell Másson. „Tónlistin er full af merkingu, skáldskapurinn er innblásinn,“ segir Jónas Sen.Leikur Caput hópsins undir stjórn Joels Sachs er frábær, sérlega líflegur en einnig fágaður. Jens Bjørn-Larsen spilar prýðilega á einleikstúbu í einni tónsmíðinni og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur af viðeigandi innlifun. Tónlistin á það skilið að fá slíka meðhöndlun.Niðurstaða: Glæsilegur flutningur á nokkrum mögnuðum verkum eftir Áskel Másson. Gagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Kammersinfónía, Elja, Ymni, Maes Howe Áskell Másson NAXOS Tónlist Áskels Mássonar er á vissan hátt skuggaleg. Tónmálið er dökkt og stemningin dálítið þungbúin. Þó er hún alls ekki drungaleg. Þvert á móti er ljós í henni sem skín í myrkrinu, venjulega í lok verkanna. Þetta er eitt af megineinkennum tónsmíðanna sem er að finna á geisladiski með Caput hópnum frá Naxos-útgáfunni. Verkin sem um ræðir eru heillandi. Þau eru misflókin og eftir því misjafnlega aðgengileg. En það er samt í þeim innra samhengi, Áskell tapar aldrei þræðinum. Tónlistin er full af merkingu, skáldskapurinn er innblásinn. Hugmyndirnar eru frjóar. Framvindan er margbrotin og á köflum óvænt, en þó eðlileg. Það er svo fallegt hvernig Áskell endar verkin sín. Frásögnin á undan er e.t.v. tormelt, en síðan renna ólíkir þræðir saman í lokin í dásamlegum einfaldleika. Stundum er það bara eitthvert barnslegt stef, eða kannski liggjandi hljómar. Hvað sem það er, þá gengur það alltaf upp. Þetta eru eins og sólstafir sem brjótast í gegnum skýin.Áskell Másson. „Tónlistin er full af merkingu, skáldskapurinn er innblásinn,“ segir Jónas Sen.Leikur Caput hópsins undir stjórn Joels Sachs er frábær, sérlega líflegur en einnig fágaður. Jens Bjørn-Larsen spilar prýðilega á einleikstúbu í einni tónsmíðinni og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir syngur af viðeigandi innlifun. Tónlistin á það skilið að fá slíka meðhöndlun.Niðurstaða: Glæsilegur flutningur á nokkrum mögnuðum verkum eftir Áskel Másson.
Gagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira