Innlent

„Ég er að lýsa yfir frati á stjórnmálakerfið eins og það leggur sig“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hátt í fimm þúsund manns söfnuðust saman á Austurvelli síðdegis til að mótmæla ríkisstjórninni og ástandinu í samfélaginu.

Mótmælin fóru friðsamlega fram en fólk lét vel í sér heyra.

„Við erum lögfræðingar, kennarar, bílstjóra, listamenn, lagermenn og öryrkjar og það er ógeðslega glatað lýðskrum að reyna búa til einhvern skítastimpil á fólk sem er að reyna sýna þá virðingu að reyna ræða við ráðamenn á lýðræðislegum grundvelli,“ sagði Svavar Knútur Kristinsson, skipuleggjandi mótmælanna, í ræðu sinni á Austurvelli í dag.

„Ég er að mótmæla þessari lygi sem er í gangi,“ segir Þuríður Ottesen, einn af mótmælendunum.

„Okkur er ekki sagt satt og ég vil að mér sé sagt satt sem þjóðfélagsþegna á Íslandi.“

„Ég er aðallega að mótmæla því hvernig búið er að fara með heilbrigðiskerfi okkar,“ segir Ágúst Finnsson, mótmælandi.

„Ég er sjálfur að nota það kerfi mikið núna og sé hvernig það er. Ég bjó áður erlendis og sé hvernig munurinn er.“

„Ég er hér til þess að lýsa yfir frati á þessa ríkisstjórn og líka á þá sem undan komu og þá sem komu á undan þeim, ég er að lýsa yfir frati á stjórnmálakerfið eins og það leggur sig,“ segir Þorvaldur Guðlaugsson, mótmælandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×